Guðrún Pálína Guðmundsdóttir hlýtur starfslaun listamanna á Akureyri

 img_7857

Vorkoma Akureyrarstofu fór fram í Ketilhúsinu á Akureyri í dag, sumardaginn fyrsta. Þar voru tilkynntar ákvarðanir stjórnar Akureyrarstofu um heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs, viðurkenningar Húsverndarsjóðs, viðurkenningu fyrir byggingalist, athafna- og nýsköpunarviðurkenningu Akureyrar og síðast en ekki síst var tilkynnt hver hlýtur starfslaun listamanna 2013-2014.

Það er niðurstaða stjórnar Akureyrarstofu að starfslaunin skuli hljóta Guðrún Pálína Guðmundsdóttir myndlistarkona. Guðrún Pálína er afar virk í listsköpun sinni. Hún hefur átt langan, stöðugan og farsælan feril og samfélagslegur þáttur hennar í listalífinu á svæðinu er umtalsverður. Einnig hefur hún hlotið viðurkenningu í íslensku myndlistarlífi fyrir reksturinn á Gallerí+.

Nánar her: http://www.akureyrivikublad.is/akvbl/frettir/2013/04/25/gudrun-palina-hlytur-starfslaun-listamanna-a-akureyri/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband