Kristján Eldjárn opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

n1-ke.jpg

Kristján Eldjárn opnar málverkasýningu í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri, laugardaginn 27.apríl kl. 15
 
Kristján sýnir myndröð abstrakt málverka sem hann málaði á þessu ári. Verkin eru unnin með blandaðri tækni sem eru máluð í beinu framhaldi af síðustu sýningum listamannsins.
 
Kristján stundaði verkfræðinám í Noregi og Bandaríkjunum og samhliða því ljósmyndanám.  Í Menntaskólanum á Akureyri stundaði hann myndlistanám hjá Guðmundi Ármann sem einnig hefur veitt Kristjáni leiðsögn síðari ár auk fleiri þekktra myndlistamanna.  
Málverkið hefur með árunum orðið honum æ hugleiknara.
 
Kristján hefur haldið margar sýningar á verkum sínum, bæði hérlendis og erlendis. Meðal annars í Kaupmannahöfn og í Mars Gallery Moskva í Rússlandi á síðasta ári og er nýafstaðin sýning hans í Gallery Fold.
 
Sýningin stendur til 12.maí og eru allir velkomnir
Opið laugardaga og sunnudaga kl.14-17 og eftir frekara samkomulagi.
 
Mjólkurbúðin s.8957173
 
Mjólkurbúðin Listagili er á facebook – Vertu vinur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband