Birgir Sigurðsson opnar sýningu á vinnustofu Myndhöggvarafélagsins

birgir_ljos.jpg

Grænt ljós í Myndhöggvarafélaginu

Óvenjulega sýning verður opnuð á vinnustofu Myndhöggvarafélagsins Nýlendugötu 15 í Reykjavík, fimmtudaginn 7. febrúar kl. 18.00. Sýningin nefnist Grænt ljós 2 og er undir merkjum Vetrarhátíðar. Hrá vinnustofan býður upp á fjölbreytt samtal milli verks og áhorfenda, en viðfangsefnið er samspil mannsins og þess umhverfis sem hann lifir í. Það er Birgir Sigurðsson, myndlistarmaður og rafvirki, sem sýnir hér ljósverk og vídeóverk og hefur fengið félaga sinn Odd Garðarsson til að semja tónverk sérstaklega inn í þessar aðstæður.

Birgir Sigurðsson hefur starfað í myndlist síðustu 14 árin, en hann er að mestu sjálfmenntaður. Fyrir tveimur árum stofnaði Birgir 002 Gallerí, sem er 63 fermetra íbúðin hans í Hafnarfirði. Oddur Garðarsson starfar sem þyrluflugvirki en meðfram því hefur hann numið tónsmíðar og samið lög og tónverk. Hann spilar einnig með hljómsveitinni Hrókunum. Grænt ljós 2 er þriðja sýningin sem þeir vinna að í sameiningu. Sýningin stendur til 10. febrúar og er opið frá 18.00 til 22.00 alla dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband