Lucy Wilson sýnir í Sæborg í Hrísey

image-2_1188144.jpg

Lucy Wilson

Sæborg, Hrísey

26.1.13-27.1.13

3pm-6pm

 

Ég hef ánægju af fjölva (macro) ljósmyndun þar sem þessi tækni býður upp á mikla skerpu og stækkun. Skuggar sem svona mikil stækkun orsakar leyfa huganum að dikta upp sína eigin hugarsmíð og hefur verið notuð í hryllingsmyndum svo sem „Repulsion“ eftir Roman Polanski. Ég hef nýverið unnið meir og meir í svart hvítu , einfaldleikinn er svo heillandi. Með því að fjarlægja litina og þysja inn á einstakan hlut, missir hann staðsetningu sína og er þess í stað fljótandi í tómarúmi. Ég er mjög heilluð af orðum Paolo Pasolini :“ Fyrir mér er hver hlutur kraftaverk. Sýn mín á heiminn er á ákveðin hátt trúarlegs eðlis , en samt ekki stöðnuð eða ofstækisfull“

Ég er stöðugt knúin til að skapa list þar sem ég set sjálfa mig í persónulega krefjandi og örvandi aðstæður og umhverfi.

Mig langar til að þakka íbúum Hríseyjar fyrir einstakann velvilja og gjafmildi sem ég hef notið á meðan á dvöl minni hefur staðið. Þetta er búin að vera ótrúleg og ógleymanleg  lífsreynsla sem hefur veitt mér mikinn innblástur.  Frá mínum dýpstu hjartarótum: „Takk fyrir mig“

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband