Kjötkveđjuhátíđ í Listagilinu

fjolpostur_sidebar.jpg

Smiđshöggiđ á glćsilega sumardagskrá Sjónlistamiđstöđvarinnar verđur rekiđ á afmćlisvökunni um nćstu helgi ţegar Kjötkveđjuhátíđ Sjónlistamiđstöđvarinnar gengur í garđ, en hún hefst á elektrónískum tónleikum; Exodus 2012, sem hefjast kl. 20.45 föstudaginn 31. ágúst og endar međ dýrindis veislu í Listagilinu daginn eftir, sem stendur frá kl. 15-18. Ţetta eru stćrstu teknótónleikar sem haldnir hafa veriđ á Akureyri og verđa ţeir í umsjón Reyk Veek; grúppu sem varđ til í kjölfar hrunsins og vildi leggja sitt af mörkum til ađ grćđa og byggja upp ţjóđarsálina. Tónleikarnir höfđa ekki síđur til augna en eyrna ţví mikiđ ljósasjó verđur í gangi og er fólk hvatt til ţess ađ dilla sér og sleppa fram af sér beislinu. Sett verđur upp lítiđ danssviđ á miđri götunni fyrir ţá sem ţora ađ stíga á stokk til ađ sýna hvađ í ţeim býr. Marmiđiđ međ tónleikunum er ađ kveikja hlýhug, samhygđ og von í brjóstum allra sem byggja móđur jörđ og senda sterka og jákvćđa strauma út í óravíddir alheimsins. Hćgt verđur fylgjast međ tónleikunum í beinni útsendingu á netinu međ ţví ađ fara inn á slóđina: facebook.com/sjonlist

Daginn eftir stendur Sjónlistamiđstöđin í samvinnu viđ Klúbb matreiđslumeistara á Norđurlandi og fjölda handverks- og myndlistarfólks fyrir skemmtilegri uppákomu í Listagilinu sem fengiđ hefur heitiđ „List međ lyst“. Listamenn kynna sköpunarverk sín, bćjarins fćrustu kokkar munu bjóđa gestum og gangandi ađ bragđa á öllum kúnstarinnar réttum úr íslensku hráefni og fjörugir dansarar verđa á ferđ upp og niđur giliđ. Listafólk og listakokkar leiđa ţannig hesta sína saman undir merkjum fögnuđar og samvista í góđra vina hópi og ilmandi matarlykt svífur yfir vötnum. Ţarna verđur gleđin viđ völd ţar sem seiđandi danssveifla, sala á listaverkum og gómsćtir matarbitar mynda sannkallađa hátíđarstemningu međ sjónrćnum tilţrifum. Jesú og lćrisveinarnir sitja viđ háborđ og láta fara vel um sig, enda höfđu ţeir félagar ekkert í líkingu viđ ţessa meistarakokka til ađ stjana viđ hér áđur fyrr. Ţetta verđur ţví ekki síđasta kvöldmáltíđin heldur sú fyrstu – slík verđur upplifun bragđlaukanna.
          
Fyrir ţá sem ekki hafa fengiđ nćgju sína ber ađ nefna ađ sunnudaginn 2. september kl. 13-15 verđur gestum og gangandi bođiđ ađ bragđa á réttum frá 20 löndum, frá London til Jemen, í Listasafninu á Akureyri ţar sem núna fer fram sýningin Lókal-Glóbal. Í dag búa á Akureyri innflytjendur frá 57 ţjóđríkjum sem sýnir og sannar hversu ríkt ţetta litla samfélag okkar lengst norđur í ballarhafi er á heimsvísu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband