Síðustu forvöð að sjá sýningu Hugsteypunnar í Flóru

hugsteypan_flora.jpg

Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningu Hugsteypunnar sem nefnist „Á þeim tíma” í Flóru í Listagilinu á Akureyri. Sýningunni lýkur laugardaginn 28. júlí.

Hugsteypan er samstarfsverkefni Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur (f. 1976) og Þórdísar Jóhannesdóttur (f. 1979). Þær útskrifuðust báðar úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2007. Ingunn lauk einnig B.a. prófi í listasögu árið 2002, en Þórdís kennsluréttindanámi árið 2009. Hugsteypan varð til árið 2008 er þær Ingunn og Þórdís sýndu í fyrsta skipti samvinnuverk í Start Art Listamannahúsi. Síðan þá hefur Hugsteypan tekið þátt í fjölda sýninga t.a.m. í Hafnarborg, Kling & Bang Gallerí, Listasafni Árnesinga, og Listasal Mosfellsbæjar auk nokkurra samsýninga erlendis.
Verk Hugsteypunnar eru gjarnan margþættar innsetningar sem fjalla um mörk vísindalegra rannsókna og fagurfræðilegrar túlkunnar. Verkin bera þannig keim af rannsóknarferli þar sem þættir eins og listasaga, sjónmenning, framsetning og túlkun verka eru settir undir smásjá. Oft eru verkin unnin út frá kerfum og greiningarferlum, bæði þekktum og heimatilbúnum, sem Hugsteypan gefur sér listrænt frelsi til að nota að vild.

Á þeim tíma er innsetning unnin út frá sjálfu sýningarrýminu í Flóru. Rannsókn Hugsteypunnar að þessu sinni beinist að hráu kjallararýminu og ferðum um það. Flæði birtu og fólks um rýmið er fangað með myndavél sem skráir einstök augnablik, athafnir og tilfinningar sem þar eiga sér stað. Myndirnar eru svo bundnar saman í myndband sem varpast á ný inní rýmið og blandast veru og upplifun áhorfandans í rauntíma.

Nánari upplýsingar veita Ingunn í síma 693 5979 og Þórdís í pósti thordisj@gmail.com

Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður.

Þetta er jafnframt síðasta sýningin í Flóru í Gilinu því Flóra er að flytja í Hafnarstræti 90 (áður Frúin í Hamborg) og verður framhald á sýningarhaldi og fleiri viðburðum þar.

Hugsteypan
Á þeim tíma
14. - 28. júlí 2012
Flóra, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri

https://www.facebook.com/events/164377697030586


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband