Birgir Sigurðsson með listamannsspjall í Flóru

birgirflora.jpg


Birgir Sigurðsson - listamannsspjall í Flóru
fimmtudag 5. júlí kl. 20-21

Flóra, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri

Fimmtudaginn 5. júlí nk. stendur Flóra í Listagilinu á Akureyri fyrir listamannsspjalli með Birgi Sigurðsssyni. Spjallið er haldið í tengslum við myndlistarsýningu Birgis sem staðið hefur í Flóru síðustu vikur, en henni lýkur laugardaginn 7. júlí. Sýningin nefnist „Reynslusaga matarfíkils” og er vídeó-innsetning sem gefur áhorfandanum innsýn inn í heim matarfíkils. Í spjallinu kemur Birgir til með að opna inn á tilurð verksins á sýningunni og eins annarra verka hans í myndlist.

Um “Reynslusaga matarfíkils” segir Birgir: „Efniviður sýningarinnar er upplifun mín og reynsla af matarfíkn. Sýningin er þakklæti til matarfíknarinnar sem hefur skipt mig miklu máli í mínu lífi. Mér finnst engin þörf á að tala um þyngd, þyngdartap eða annað sem snýr að þyngd líkamans. Ég er að fjalla um næturátið mitt og hvernig það hefur birst mér allt mitt líf: Ég vakna til að borða og get ekki hætt.“
Birgir Sigurðsson er menntaður rafvirki og er að mestu sjálfmenntaður í myndlist. Hann hefur á undaförnum 14 árum haldið fjölmargar myndlistarsýningar og rekur nú 002 Gallerí á heimili sínu í Hafnarfirði.  


Nánari upplýsingar veitir Hlynur í síma 6594744 / hlynur(hjá)gmx.net eða Kristín í síma 6610168 / flora.akureyri(hjá)gmail.com

Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband