Unnur Óttarsdóttir sýnir í Mjólkurbúðinni

05_fossaganga_haffjardara_2012.jpg

Myndlistarsýning Unnar Óttarsdóttur FOSSGANGA opnar í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri föstudaginn 22.júní kl. 17.
 
Sýningin Fossaganga í Mjólkurbúðinni er hluti af sýningunni Hér þar og allstaðar sem haldin verður í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar. Fossganga hefst í Mjólkurbúðinni og flyst síðar í Hof menningarhús Akureyrarbæjar. Listaverkin eru olíumálverk af fossum með grófri áferð og íslensku hrauni og eru máluð af listakonunni Unni Óttarsdóttur með aðstoð Ólafar Guðnadóttur.
 
Framin verður gjörningur í formi gangandi myndlistarsýningar þar sem verkin verða tímabundið færð út fyrir sýningarrýmið þegar gengið verður með þau um götur og torg Akureyrar. Mun Dagrún Mattíasdóttir myndlistarkona taka þátt í gjörningnum með eigin fossaverk, sem er hennar framlag í sýningunni Hér þar og allstaðar. Fossagangan hefur þá hugmynd að leiðarljósi að myndlistin nálgist og mæti almenningi í listasölum og á götum úti.
 
Unnur Óttarsdóttir um sýninguna:
 

Sýningin Fossaganga er hluti af sýningunni Hér þar og allstaðar sem haldin verður í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar. Í Mjólkurbúðinni og í Hofi verða sýnd olíumálverk af fossum með grófri áferð og íslensku hrauni. Framin verður gjörningur í formi Gangandi myndlistarsýningar þar sem verkin verða tímabundið færð út fyrir sýningarrýmið þegar gengið verður með þau um götur og torg Akureyrar. Fossagangan hefur þá hugmynd að leiðarljósi að myndlistin nálgist og mæti almenningi í listasölum og á götum úti.

Gömlu meistararnir máluðu úti í náttúrunni. Bilið á milli mans og náttúru hefur breikkað. Verkin sem sýnd verða í Fossagöngunni hafa verið sýnd úti í náttúrunni og hefur Fossagangan þá hugmynd að leiðarljósi að maður, myndlist og náttúra mætist. Á sýningunni verður myndband sem sýnir verkin á ferðalagi úti í náttúrunni.

Vatnið, mansandinn og tjáning manna á meðal fossar áfram, stíflast eða höktir. Virkjun fossa á Íslandi hefur verið mótmælt síðastliðin ár. Í stað mótmælagöngu er sýningin Fossaganga meðmælaganga og óður til fossa og náttúrunnar almennt þar sem gengið verður í fossafylkingu um Akureyri.

 

Sýning Unnar Óttarsdóttur Fossganga stendur aðeins þessa einu helgi í Mjólkurbúðinni og flyst í Hof menningarhús 25.júní og verður þar til 3.september þar til afmælissýningunni Hér þar og allstaðar lýkur.

 

Málverk Dagrúnar Matthíasdóttur í afmælissýningunni Hér þar og allstaðar verða áfram til sýnis í setustofu Mjólkurbúðarinnar í Listagilinu á sýningartímabilinu.

 

Fossganga - Opnunartímar:

Mjólkurbúðin 22. júní kl.17-19, 23. og 24. júní kl 14.00-17.00.

Hof  25.júní - 3.september kl. 08.00-19.00 á virkum dögum kl. 11:00 – 18:00 um helgar

 

Mjólkurbúðin á facebook - vertu vinur!

http://www.facebook.com/groups/289504904444621/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband