HÖFUÐVERK í Gallerí Boxi

image_1146327.jpg

Samsýningarhópurinn HÖFUÐVERK opnar sýninguna “Til minnis” í Gallerí Boxi listagili, laugardaginn 14 apríl kl 15.

â€¨â€¨Í áreiti og hraða nútímans er gott að staldrað við og hugleiða hvað skiptir mann máli, ylja sér við minningar, ilm blóma, lífið, arf forfeðra, barnið í sjálfum sér og hvað við höfum það í raun og veru gott á margan hátt, þó stutt sé í deilur, dægurþras, fordóma og fáfengileika þeirra.


Sýningin samanstendur af verkum sjö myndlistarmanna sem eru hluti hópsins „Höfuðverk“ þeir sem sýna að þessu sinni eru: Áslaug Anna Jónsdóttir, Ásta Bára Pétursdóttir,
Eygló Antonsdóttir, Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir (Krumma),
Margét Buhl, Telma Brimdís Þorleifsdóttir og
Gulla Sigurðardóttir
Höfuðverk er  hópur samnemenda úr Myndlistaskóla Akureyrar, allar hafa þær haldið einkasýningar en þetta er í Þriðja sinn sem hópurinn sýnir saman.
Þema sýningarinnar er um hluti eða minningar sem skiptir hverja og eina máli og nálgast myndlistarkonurnar viðfangsefnið hver á sinn hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband