Menningarsjóður Akureyrar og starfslaun listamanna

akureyri

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði Akureyrarbæjar og umsóknum listamanna um starfslaun frá 1. júní 2012 til 31. maí 2013.

Stjórn Akureyrarstofu úthlutar styrkjum úr Menningarsjóði og er hlutverk sjóðsins að styrkja liststarfsemi og aðra menningarstarfsemi á Akureyri. Í ár verður sérstaklega horft til verkefna sem tengjast 150 ára afmæli Akureyrar.

Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri Ráðhússins, Geislagötu 9 og er hægt að nálgast þar eyðublöð eða hér á heimasíðu Akureyrarbæjar. Þess skal vandlega gætt að allar umbeðnar upplýsingar komi fram. Umsóknarfrestur er til 2. mars 2012.

Stjórn Akureyrarstofu auglýsir einnig eftir umsóknum listamanna um starfslaun fyrir tímabilið 1. júní 2012 til 31. maí 2013. Starfslaununum verður úthlutað til eins listamanns og hlýtur viðkomandi sex mánaða laun. Eyþór Ingi Jónsson, tónlistarmaður og organisti við Akureyrarkirkju, naut starfslaunanna 2011-2012.

Markmiðið með starfslaununum er að sá sem þau hlýtur geti helgað sig betur listsköpun sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á tímabilinu. Einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina.

Umsækjendur skulu skila, ásamt umsókn, upplýsingum um listferil sinn og greinargóðum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skuli notaður. Umsóknum skal skila í Þjónustuanddyri ráðhússins að Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til og með 2. mars 2012.

Nánari upplýsingar um Menningarsjóðinn og starfslaun listamanna veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnastjóri hjá Akureyrarstofu en hún er með netfangið huldasif@akureyri.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband