Anna Gunnarsdóttir opnar sýninguna "Breytingar" í Mjólkurbúðinni

img_0003.jpg

Anna Gunnarsdóttir opnar sýninguna Breytingar í Mjólkurbúðinni í Listagili á Akureyri laugardaginn 26. nóv kl. 14.    

Þar sýnir hún veggskúlptúra úr silki og ull, unnin með japanskri sibori tækni. Í verkum sínum fjallar Anna um breytingar með tilvísun í bæði náttúruna og lífið sjálft.
 
Anna Gunnarsdóttir hefur starfað í textíllistinni um 25 ár og hefur tekið þátt í fjölda sýninga um allan heim og er orðin þekkt fyrir ullarskúlptúra sína um víða veröld. Nú í sumar tók hún þátt í samsýningunni Skulpture by the Sea í Danmörku. Sú sýning á uppruna sinn í Ástralíuog hefur anna tvisvar áður verið valin til þátttöku í Ástralíu á vegum sama verkefnis árið 2007 og einnig árið 2008.  Enn aftur hefur verk eftir Önnu verið valið á sýninguna Sculpture by the Sea 2012 í Ástralíu.
 
Anna tók nýverið þátt í Cheongju International Craft Biennale 2011 – í Suður Kóreu. Anna sendi ullarskúpptúr sinn Glowing sea-shell sem er þæfður ullarskúlptúr, bróderaður og formaður með djúpalónsperlum og lýsingu. Verkið hennar Glowing Sea-shell vann fyrsta sæti í sínum flokki - Fiber category-.
Í þeirri samkeppni voru valin verk þátttakenda frá 24 þjóðum, 177 listamenn og samtals 187 verk sem kepptu til verðlauna í 5 flokkum. 
 
Sýning Önnu Gunnarsdóttur ,,Breytingar“ stendur til 11. desember og eru allir velkomnir.
 
Mjólkurbúðin
Listagili Kaupvangsstræti
Akureyri
Opið Lau-sun kl.14-17 og eftir samkomulagi
Dagrún Matthíasdóttir s.8957173


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband