Listasjóður Dungal auglýsir eftir umsóknum um styrki

Auglysing-i-A4-2011

Árið 1992 stofnaði Gunnar B. Dungal þáverandi eigandi Pennans hf. Listasjóð Pennans.

Sjóðurinn var stofnaður til minningar um foreldra hans, Margréti og Baldvin P. Dungal.

Sjóðnum er einkum ætlað að styrkja unga myndlistamenn sem eru að feta sín fyrstu skref á myndlistarbrautinni og einnig að eignast verk eftir þá.
Við sölu Pennans árið 2005 ákvað Gunnar að halda áfram starfsemi sjóðsins og var nafninu því breytt og heitir hann núna Listasjóður Dungal.

Safn verka fyrri styrkþega eru því í eigu Listasjóðs Dungal.

Umsóknarfrestur er til 3. desember 2011 og hér eru eyðublöð og nánari upplýsingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband