Innsetning og teikningar í AkureyrarAkademíunni

 129-2946_IMG

AKUREYRARAKADEMÍAN KYNNIR:
Í tilefni af degi hússins, fimmtudaginn 13. október kl. 17:00

,,Obbolítill óður til kjötbollunnar"

Staður: Gamla kennslueldhúsið í Húsmæðraskólanum

Arna Valsdóttir vinnur innsetningarverk úr hljóðteikningu sinni ,,Obbolítill óður til kjötbollunnar" sem hún vann árið 2005 fyrir RÚV og Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýnir teikningar sem hún vann undir áhrifum húsmæðraskólans.

Allir velkomnir - aðgangur ókeypis.

Húsmæðraskólinn á Akureyri við Þórunnarstræti 99 var formlega tekinn í notkun 13. október 1945. Frá árinu 2006 hefur AkureyrarAkademían haft aðstöðu í húsinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband