MELLI – ljósmyndasýning í Populus tremula 1.-2. október

Mellamyndir-1-web


Laugardaginn 1. október kl. 14.00 opnar Sigurður Gunnarsson ljósmyndasýninguna Melli í Populus tremula á Akureyri.

Vorið 2006 fór Hrafnkell Brynjarsson (Melli) í lyfjameðferð eftir að hafa greinst með krabbamein í eista. Ljósmyndarinn Sigurður Gunnarsson fylgdi honum í gegnum meðferðina. Á sýningunni má sjá myndir sem skrá daglegt líf Mella meðan á meðferð stóð.

Myndirnar varpa ljósi á hvernig líkaminn breytist við slíka þolraun og eru auk þess brotakennd sýn á hið daglega líf sjúklingsins. Líkamsstellingar og athafnir Mella á meðan meðferðinni stóð geta virst sláandi, en þó fullar öryggis; óttinn við að bíða lægri hlut í glímunni við illvígan sjúkdóm er ekki til staðar. Heldur horfir hann beint í myndavélina fullur öryggis og yfirvegunar og biður ekki um samúð eða vorkunn.

Sigurður Gunnarsson f. 1978 útskrifaðist úr Ljósmyndaskóla Sissu árið 2006. Næstu ár eftir vann hann sem aðstoðarmaður ýmissa ljósmyndara og síðar sem sjálfstættstarfandi blaðaljósmyndari. Undanfarið hefur Sigurður unnið að sínum eigin verkefnum og haldið sýningar heima og erlendis. Melli er 5. einkasýning hans.

https://www.facebook.com/event.php?eid=144256159004045

Populus tremula
LISTAGILI
Akureyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband