Sýningarstjórn og samfélagsrýni, Hlynur Hallsson með fyrirlestur í Ketilhúsinu

hlynur_hafnarhus.jpg

hlynur_bush.jpg

Hlynur Hallsson heldur fyrirlestur á vegum Listnámsbrautar VMA, Listasafnsins á Akureyri og Menningarmiðstöðvarinnar í Grófargili.
Fyrirlesturinn sem ber titilinn " Sýningarstjórn og samfélagsrýni" fer fram í Ketilhúsinu í Listagilinu á Akureyri föstudaginn 23. september kl. 14:00 - 15:00, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Fyrirlestraröðin hefur verið hluti af námsefni listnámsbrautar VMA til fjölda ára og er boðið upp á 8 fyrirlestra yfir vetrartímann með áherslu á að við fáum innsýn í margvíslega heima lista og menningarlífsins.

Facebook

Í fyrirlestri sínum mun Hlynur segja frá nokkrum verka sinna og sýningum með áherslu á verk sem hafa með tengsl við áhorfendur að gera, samfélagsgagnrýni, þátttökuverk og sýningarstjórnun.

Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hamborg, Düsseldorf og Hannover og lauk mastersnámi 1997. Hlynur hefur haldið yfir 60 einksýningar nú síðast í GalleriBOX á Akureyri með Jónu Hlíf Halldórsdóttur og í Malkasten í Düsseldorf. Hann hefur tekið þátt í meira en 80 samsýningum á síðustu árum nú síðast í "Læsi" í Nýlistasafninu og "Beyond Frontiers” hjá Kuckei+Kuckei í Berlín.

Hlynur hefur einnig verið virkur sem blaðaútgefandi og sýningarstjóri og hann vinnur nú að sýningu á textaverkum íslenskar og erlendra listamanna sem tengjast Íslandi sem opnar í Berlín þann 15. október í tilefni að því að Ísland er heiðursgestur á bókakaupstefnunni í Frankfurt í ár.
Hann hefur rekið sýningarrýmið Kunstraum Wohnraum frá árinu 1994. Starfrækti sýningarrýmið Villa Minimo í Hannover 1997-1999 og sá um sýningar á Kaffi Karólínu 2005-2010. Hefur rekið Verksmiðjuna á Hjalteyri frá árinu 2008 ásamt félögum sínum og situr í stjórn hennar. Hann hefur einnig verið sýningarstjóri á sýningum í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Japan, Noregi og á Íslandi. Hlynur hefur einnig kennt við Myndlistaskólann á Akureyri og við Listaháskóla Íslands.

Hlynur var bæjarlistamaður Akureyrar 2005, hlaut tveggja ára starfslaun listamanna 2006 og tveggja ára starfslaun Kunstverein í Hannover árið 1997 og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín. Verk Hlyns eru í eigu Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Nýlistasafnsins, Listasafnsins á Akureyri  auk nokkurra einkasafna á Íslandi og í Evrópu. Fyrr á þessu ári kom út bókin “Myndir - Bilder - Pictures” með 33 texta/ljósmyndaverkum eftir Hlyn ásamt textum eftir fjóra höfunda.

Hlynur var formaður SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna 2009-2010, formaður Myndlistarfélagsins 2008-2009. Sat í stjórn Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar 2007-2010. Sat fjórum sinnum á Alþingi sem varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns-framboðs 2003-2007. Hann var í safnráði Kunstverein Hannover 1997-2001 og í stjórn Gilfélagsins 1989-1990 og formaður Leikklúbbsins Sögu 1988-1990.

Hlynur vinnur með ljósmyndir, texta, innsetningar, gjörninga og hvað eina, allt eftir því sem hentar í hverju tilfelli. Verk hans snúast gjarnan um samskipti, tengingar, skilning, landamæri, fjölmiðlun, viðhorf okkar og hvað við lesum úr hlutunum.

Nánari upplýsingar um verk Hlyns er að finna á:
http://hlynur.is   
http://www.hallsson.de
http://www.kuckei-kuckei.de
http://www.galerie-robert-drees.de
http://www.seitenwechsel-hannover.de
 

Fyrirlestraröð á haustönn 2011

Hlynur Hallsson
"Sýningarstjórn og samfélagsrýni"
15 ár af óvenjulegum sýningum

hlynur_s.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband