Listasumar á Akureyri sett í Ketilhúsinu og fjöldi sýninga

Mynd%20%C3%AD%20gilinu%20fr%C3%A1%20Akureyrarv%C3%B6ku

Tónlist, leiklist, málþing, myndlist og margt fleira verður í boði á 19. Listasumri Akureyrar sem sett verður  klukkan 14:00 í Ketilhúsinu á Akureyri föstudaginn 17. júní.

 

Sex  listsýningar opna í bænum þennan dag sem allar tengjast Fólkvanginum “Vitið þér enn eða hvað? Samtal um rætur. Þar er á ferð fólkvangur og alþjóðleg ráðstefna um menningararf kvenna þar sem í boði verða fjölmargar uppákomur víðsvegar um bæinn á bilinu 17. – 21. júní. Sjá nánar á www.mardoll.is

 

Klukkan 15:00  föstudaginn 17. júní fara fimm konur á öllum aldri með orð, eftir sjálfa sig eða aðra,  sem þeim finnst að flytja eigi á þjóðhátíðardaginn. Klukkan 14:00 opnar Arna Valsdóttir vídeóinnsetninu í Flóru. Mardallarkonur sýna í Mjólkurbúðinni og opna klukkan 15:00. Hópur ungs listafólks lætur ljós sitt skína í Populus tremula kl: 15:00 og Gallerí + opnar sýningu Pálínu Guðmundsdóttur. Auk alls þessa er sýning á verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur í Listasafninu og í Boxinu sýna 25 ára stúdentar verk sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband