Gunnhildur Þórðardóttir: Listamannsspjall og sýningarlok í Mjólkurbúðinni


Slóðir – Gunnhildur Þórðardóttir 9. – 24. apríl í Mjólkurbúðinni

Listamannsspjall og sýningarlok

gunnhildur.jpg

Mynd af verkunum á sýningunni

 

Laugardag 9. apríl síðastliðinn var sýningin Slóðir, verk eftir

Gunnhildi Þórðardóttur, opnuð í Mjólkurbúðinni á Akureyri. Á sýningunni eru málverk, grafíkverk og skúlptúrar sem sækja sér innblástur í hin mismunandi ferðalög lífsins þar sem maðurinn skilur eftir sig spor og tengsl myndast við umhverfið á mismunandi stað og tíma. Listamaðurinn nálgast hugðarefnið meðal annars á persónulegan hátt með skírskotun í æskuslóðir sínar í Keflavík. Verkin kallast á en við nánari skoðun eru þau ólík enda gerð úr mismunandi efnivið. Gunnhildur lauk BA (HONS) í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama skóla árið 2006. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar nú síðast örsýninguna Hulduorka á Skörinni í Handverk og hönnun en áður hefur hún sýnt í sal Íslenskrar Grafíkur í Hafnarhúsinu, í Suðsuðvestur og í Danmörku og Englandi. Hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum bæði á Íslandi og erlendis m.a. í Norræna húsinu, Hafnarborg, Þjóðminjasafninu, galleríBOXi, samsýningum Íslenskrar Grafíkur í Þýskalandi og í Cambridge ásamt KIC Art listahópnum. Gunnhildur starfaði með lista- og hönnunarfyrirtækinu Lúka Art & Design og hefur unnið lengi fyrir félagið Íslensk Grafík auk þess að vera meðlimur í SÍM. Verkin eru til sölu og eru allir velkomnir. Sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag 24. apríl og verður listamaðurinn á staðnum til viðtals en sýningin verður opin laugardag og sunnudag 14-17. Mjólkurbúðin er staðsett í Listagilinu, Kaupvangsstræti 12 þar sem áður var gallerí Jónasar Viðars.

Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur í síma 898 3419 og á:

http://lukaartdesign.is

http://www.umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/722

http://www.saatchi-gallery.co.uk



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband