Jóhann Sigurjónsson trérennismiður með fyrirlestur í Ketilhúsinu

tre-poster1.jpg


Jóhann Sigurjónsson trérennismiður og fyrrverandi menntaskólakennari verður með fyrirlestur í Ketilhúsinu í Listagili á Akureyri föstudaginn 19. nóvember kl. 14:50 sem ber heitið Trérennismíði handverk eða list? Þar fjallar hann um þróun rennismíði undanfarin 30 ár í tengslum við sýningu sem hann er að opna í Ketilhúsinu.

Fyrirlesturinn er hluti af röð fyrirlestra sem sem hafa til margra ára verið skipulagðir af listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri í samvinnu við Listasafnið á Akureyri og Menningarmiðstöðina í Listagili.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir


Nánari upplýsingar gefur Björg Eiríksdóttir s.691 6681


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband