Uppskeruhátíð ræktunar og myndlistar á Akureyri

img_0467.jpg


Uppskeruhátíð ræktunar og myndlistar 28. ágúst
Sýning og viðburður

Sýningin opnaði á opnun Listasumars á Akureyri 19. júní og er í Gömlu Gróðrarstöðinni við Krókeyri (í Innbænum), þar sem matjurtargarðar bæjarbúa eru.
Sýningin er opin á virkum dögum frá 10-15 og er bæði utandyra og inn í gróðurhúsinu.
Sýnendur eru:
Arna G. Valsdóttir
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Hlynur Hallsson
Joris Rademaker
Kristín Þóra Kjartansdóttir
Þórarinn Blöndal

Viðburðurinn verður á Akureyrarvöku, 28. ágúst kl. 11-12 á sama stað. Fjallað verður stuttlega um sýninguna, þátttöku í ræktun í matjurtargörðunum og Arna G. Valsdóttir flytur gjörning og lokar sýningunni en hún opnaði einnig sýninguna með gjörningi 19. júní. Viðburðurinn endar með að boðið verður upp á smakk af uppskerunni.

Sýningin og viðburðurinn eru styrktir af Menningarráði Eyþings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband