Sýningin "Húsmæður og heimasætur" á Skeiði í Svarfaðardal

amma_s_photos_westfjorde_08_ii_002.jpg

Laugardaginn 7. ágúst kl. 14.00-17.00 opna Guðrún Pálína Guðmundsdóttir myndlistarkona og Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur sýninguna Húsmæður og heimasætur að gistiheimilinu á Skeiði í Svarfaðardal. Kveikjan að sýningunni var sú að ömmur þeirra beggja bjuggu samtíða að Skeiði fyrir um hundrað árum. Í sýningunni er þessum formæðrum gerð skil, en núverandi húsmóðir og heimasæta koma líka fyrir. Kaffi og kökur verða til sölu á opnuninni. Allir eru velkomnir.

Sýningin mun standa fram á haust og er þá opið samkvæmt samkomulagi við Myriam Dalstein á Skeiði.


Gistihúsið Skeið
Svarfaðardal
621 Dalvík
++354 - 466 1636
++354 - 866 7036
www.thule-tours.com
www.travel2dalvik.com
www.dalvik.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband