Laugardaginn 3. júlí kl. 15.00 opnar Jón Laxdal sýningu í Jónas Viðar Gallery í Listagilinu á Akureyri

jon_laxdal.jpg

Jón Laxdal Halldórsson er fæddur á Akureyri 1950. Hann nam heimspeki við
Háskóla Íslands hjá Páli Skúlasyni og Þorsteini Gylfasyni þegar þeir voru
að hefja heimspekikennslu þar við skólann. Jón er sjálfmenntaður
myndlistarmaður og var útnefndur Bæjarlistamaður Akureyrar árið 1993. Hann
átti bæði hlut að rekstri Rauða hússins á Akureyri og var einn þeirra sem
hófu Listagilið til vegs og virðingar.
Jón hefur haldið eða tekið þátt í um 40 myndlistarsýningum á Akureyri, í
Reykjavík og erlendis.
Verk hans eru einkum collage-myndir með upplímdum texta, letri og myndum.
Hráefnið er einkum dagblöð og hefur það nokkuð með verkin að segja hvaða
blöð liggja til grundvallar. Þannig eru sumar myndraðir unnar alfarið úr
sama blaðabunkanum og bera þá keim af stjórnmálabaráttu og málflutningi
þess tíma ekki síður en stíl og prenttækni. Í sýningarskrá sem gefin var
út 2008 í tilefni af einkasýningu Jóns í Listasafninu á
Akureyri segir m.a.: “Verk Jóns hafa þróast mikið þann rúma aldarfjórðung
sem hann hefur fengist við þau. Smátt og smátt hafa þau hneigst til
einföldunar og hugmyndir að baki hverju verki eða hverri myndröð eru
skýrari. Lógísk úrvinnsla hverrar hugmyndar er svo bæði umgjörð og inntak
myndraðarinnar. Týpógrafísk gildi ráða að mestu í framsetningu
pappírsverkanna, hlutföll flata og hliða, dálkar og notkun þeirra, samspil
leturfjölskyldna, o.fl. Í langflestum verkanna er litaskalinn umfram allt
prentsvertan og rauður og blár sem öldum saman hafa verið helstu litir
prentara. Inntakið verður til þegar kannaðar hafa verið sem flestar leiðir
í samsetningu efnisins innan þess ramma sem settur var. Þannig verða
iðulega til myndraðir, mismunandi langar eftir því hver þröngum ramma
hugmyndin er mótuð. Sum verkin falla undir svo víðfeðmar hugmyndir að þeim
eru nánast engin takmörk sett. Slík verk geta því verið af ýmsum toga og í þeim er oft augljósari kímni en í myndröðunum þar sem framsetning er agaðri.”

Sýningin í Jónas Viðar Gallery stendur til 28.júlí og er opnunartími
13.00 til 18.00 laugardaga eða eftir samkomulagi

Vinnustofa og heimili Jóns er í Freyjulundi, 601 Akureyri. Sími: 462-4981


______________________________________________

Jónas Viðar
sími: 8665021
Heimasíða: http://www.jvs.is
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband