Samúel Jóhannsson sýnir í Populus tremula

samuel-22_5_10-web.jpg

Laugardaginn 22. maí kl. 14:00 opnar Samúel Jóhannsson sýningu á akríl- og vatns­lita­verkum í Populus tremula.

Þetta er 26. einkasýning Samúels sem hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis á þeim þremur áratugum sem hann hefur unnið stöð­ugt að myndlist. Samúel vinnur myndverk sín með akríllitum, tússbleki, járni og lakki.

Sýningin verður opin alla hvítasunnuhelgina kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.

Populus tremula er menningarsmiðja sem starfrækt er í Listagilinu á Akureyri miðju. Félagið var stofnað haustið 2004 og stendur fyrir fjölda listviðburða frá ágústlokum til maíloka ár hvert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband