Aska í öskju lýkur um helgina

ade622cac828faa.jpg


Aska í öskju
SÝNING Á DUFTKERUM Í BOXinu, SAL MYNDLISTARFÉLAGSINS, LISTAGILINU, AKUREYRI.
Tuttugu og einn félagi í Leirlistarfélagi Íslands sýna fjölbreyttar gerðir af duftkerum.

Síðustu sýningardagar verða um páskahelgina, en það eru skírdagur, föstudagurinn langi, laugardagur, páskadagur og annan í páskum og opið er frá kl. 14.00 - 17.00 alla dagana.
Allir velkomnir.

Sýningin sem um ræðir ber heitið Aska Í Öskju og viðfangsefni listamannanna í félaginu eru duftker.
Duftker eru ker með ösku fólks eftir bálför. Einn af hverjum fimm Íslendingum láta brenna sig eftir andlát en erlendis er sú tala mun hærri. Félagsmenn Leirlistarfélagsins hafa gert margvíslegar útgáfur af duftkerum bæði fyrir fólk og gæludýr.
Sýningin Aska í Öskju var í Bókasafni Mosfellsbæjar í mars og apríl 2009 og ennfremur var hluti verkanna á HönnunarMars09, hér og hvar í verslunargluggum við Laugarveginn í Reykjavík. Þessi sýning á Akureyri inniheldur bæði verk frá 2009 og 2010 og er um leið hluti af HönnunarMars 2010. Félagar hafa gefið út myndabækling sem verður dreift á útfararstofur landsins þar sem hægt verður að panta íslensk  duftker gerð af leirlistarfólki.


Sýnendur eru : Anna S. Hróðmarsdóttir, Auður Inga Ingvarsdóttir, Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Bjarni Viðar Sigurðsson, Erna Jónsdóttir, Guðrún Indriðadóttir, Hafdís Brandsdóttir, Dóra Árna, Helga (Gegga) Birgisdóttir, Hrefna Harðardóttir, Inga Elín, Katrín Valgerður Karlsdóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Rannveig Tryggvadóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Sigríður Helga Olgeirsdóttir, Steinunn Marteinsdóttir, Svafa Björg Einarsdóttir, Þóra Breiðfjörð.


Nánari upplýsingar á Akureyri : Margrét Jónsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Hrefna Harðardóttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband