Cindy Small sýnir í Deiglunni

21586663_585297154927370_56513268300425286_o
 
Þér er boðið á opnun sýningarinnar "Voyager / Ferðalangur" í Deiglunni á laugardag, 23. september kl. 14 - 17. Einnig opið 14 - 17 á sunnudag.
Cindy Small er gestalistamaður Gilfélagsins í september og mun sýna afrakstur dvalar sinnar.
 
"Ferðalangur"
Stuttu eftir að ég kom til Akureyrar heimsótti ég safnið sem sýnir nú gömul íslensk kort. Margt við kortin gripu mig - fallegu landfræðiteikningarnar og notkun lita, stórfenglegu sæskrímslin og síbreytilegt form eyjarinnar eftir nýjar uppgötvanir.
Eftir því sem ég verð öruggari á þessu "ættleidda heimili" breytist skilningur minn á landi og þjóð. Hver dagur er ný upplifun á loftslagi, landslagi, hljóði og lykt. 
Ég hef búið til ný kort með uppgötvunum mínum, með áherslu á sjálfsmynda, "skrímsla" sem Ferðalangurinn. Bátarnir, sem eru oft til staðar, tákna ferðina sem hefur prentast í hjarta mitt.
Takk, Akureyri.
Takk, Ísland.
 
Deiglan,  Kaupvangsstræti 23, Akureyri.
Gilfélagið er styrkt af Akureyrarstofu
 
///
 
You are invited to the opening of the exhibition "Voyager" by Cindy Small, artist in residence, in Deiglan on Saturday, September 23rd at 2 - 5 pm. Also open on Sunday 2 - 5 pm. 
 
"Voyager"
Shortly after I arrived in Akureyri, I visited the museum which currently has on display a collection of ancient maps of Iceland. Many things about the maps struck me-the beautiful topographical illustrations and use of color, the fantastical sea monsters, and the ever-changing shape of the island as new discoveries were learned. 
As I became more comfortable in this "adopted home", I noticed my changing insights of this land and culture. Each day brings a different awareness of the climate, the landscape, the sounds and smells of this place.
My work speaks to creating new maps of my discoveries, highlighting the self-portrait "monsters" as the Voyager. The boats that are often times present, symbolize the journey, which is absolutely leaving an imprint on my heart. 
Thank you, Akureyri. 
Thank you, Iceland.
 
Deiglan, Kaupvangsstræti 23, Akureyri.

Gestavinnustofa Gilfélagsins er laus til útleigu í október

11053284_293979480725807_5383994652796239428_n

Gestavinnustofa Gilfélagsins er laus til útleigu í október, um er að ræða 16. - 23. október og 23. - 30. október - afhent eftir hádegi á mánudegi og skilað fyrir hádegi á mánudegi. Verð fyrir vikuna er 25.000 kr. Innifalið í verði er möguleiki á að halda viðburð/sýningu í Deiglunni eftir samkomulagi.
Vinnustofan er í Kaupvangsstræti 23, Akureyri, og er fullbúin og hentar ágætlega fyrir einn til tvo listamenn. Nánari upplýsingar um aðstöðuna er á heimasíðu okkar, www.listagil.is
Áhugasamir hafi samband á studio.akureyri@gmail.com


Mexíkóski ljósmyndarinn Alfredo Esparza Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu

21743520_1598908160131020_5669114919845486026_o

Þriðjudaginn 19. september kl. 17-17.40 heldur mexíkóski ljósmyndarinn Alfredo Esparza Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Contemporary Mexican Photography. Fyrirlesturinn gefur innsýn í mexíkóskar hefðir og menningu sem skapast hafa í tengslum við ljósmyndun – bæði listræna- og heimildaljósmyndun. Rætt verður um hin margvíslegu umfjöllunarefni samtíma ljósmyndara. Aðgangur er ókeypis.

Alfredo Esperaza lauk mastergráðu í húmanískum fræðum í Mexíkó 2008 og námi í samtímaljósmyndun 2012. Hann hefur sýnt ljósmyndir sínar víða um heim og vinnur um þessar mundir að list sinni á Íslandi.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Jessica Tawczynski, Natalia Dydo, Päivi Vaarula og Hugleikur Dagsson.

www.listak.is


Bloggfærslur 19. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband