Listasafnið á Akureyri opnar sýningu á Hjalteyri

21587193_1596079127080590_3172556986687661075_o

Laugardaginn 16. september kl. 15 opnar Listasafnið á Akureyri sýningu á vídeóverkum úr safneign í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Verksmiðjan er afar hrátt húsnæði og skapar þar af leiðandi heillandi umgjörð um þessa tegund myndlistar. Vídeóverk hafa ekki verið áberandi í safneign Listasafnsins en á síðustu árum hefur orðið þó nokkur breyting þar á. Sýningin er liður í því að sýna verk úr safneigninni í nýju ljósi og er unnin í samvinnu Listasafnsins og Verksmiðjunnar á Hjalteyri.

Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru: Arna Valsdóttir, Ine Lamers, Klængur Gunnarsson og Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir. Sýningin stendur til 1. október og verður opin þriðjudaga-sunnudaga kl. 14-17.

listak.is


Jón Þór Sigurðsson, margmiðlunarhönnuður, með fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins

21370858_1594477887240714_8404349444339974086_n

Þriðjudaginn 12. september kl. 17-17.40 heldur Jón Þór Sigurðsson, margmiðlunarhönnuður, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins sem að þessu sinni fer fram í stofu M01 í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Aðgangur er ókeypis. 

Í fyrirlestrinum mun Jón Þór fjalla um Fab Lab smiðjuna sem var opnuð í VMA í desember 2016. Að smiðjunni standa Nýsköpunarmiðstöð Íslands, VMA, Akureyrarbær og Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Fab Lab stendur fyrir „Fabrication Laboratory“ og er alþjóðlegt net stafrænna smiðja með tækjum og tólum. Smiðjan gefur fólki á öllum aldri tækifæri til þess að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Alfredo Esparza, Natalia Dydo, Päivi Vaarula og Hugleikur Dagsson.

listak.is


Bloggfærslur 11. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband