Leiðsögn á uppstigningardag og sýningarlok í Listasafninu

17499417_1483309718357532_8458624735421014702_n

Á uppstigningardag, fimmtudaginn 25. maí, kl. 15-15.30 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um Sköpun bernskunnar 2017, samsýningu listamanna og skólabarna, og sýningu Aðalsteins Þórssonar, Einkasafnið, maí 2017. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis. Sýningunum lýkur svo sunnudaginn 28. maí og það er opið daglega kl. 12-17.

http://www.listak.is/is/syningar/yfirstandandi-syningar/skopun-bernskunnar-2017

http://www.listak.is/is/syningar/yfirstandandi-syningar/einkasafnid-mai-2017


"Salon des Refusés" í Deiglunni

12249919_1061183317225556_2982272410887533288_n

Gilfélagið stendur fyrir samsýningunni "Salon des Refusés" í Deiglunni. Þeim sem var hafnað. Sýningin opnar samsíða Sumarsýningu Listasafnsins, laugardaginn 10. júní, þar sem dómnefnd hefur valið inn verk og listamenn tengdum Akureyri og nærsveitum.

Skráning fer fram hjá Gilfélaginu á: gilfelag@listagil.is - Gott væri að fá mynd af verki eða tengdu verki ásamt stuttum texta um þig. Öllum er velkomið að taka þátt.

Sýningin endurspeglar hvað listamenn á Norðurlandi eru að fást við þessa stundina.


Bloggfærslur 23. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband