Aðalsteinn Þórsson með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu

large_adalsteinn-thorsson

Þriðjudaginn 7. mars kl. 17-17.40 heldur myndlistarmaðurinn Aðalsteinn Þórsson Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Tvær hliðar: Um Einkasafnið og Mynd dagsins. Þar fjallar Aðalsteinn um tvö verkefni sem hann hefur unnið að undanfarið: annars vegar Einkasafnið, sem verður sýning hans í Listasafninu, Ketilhúsi í maí næstkomandi, og hins vegar Verk dagsins, en það verkefni snérist um að birta daglega eina nýja teikningu á bloggsíðunni teikningadag2016.blogspot.com allt árið 2016. 

Aðalsteinn Þórsson nam við Myndlistaskólann á Akureyri og síðar í Hollandi þar sem hann útskrifaðist með Master of Arts gráðu frá Dutch Art Institute 1998. Hann hefur síðan starfað sem myndlistarmaður, lengst af í Rotterdam, en flutti síðastliðið vor heim í Eyjafjörðinn. Aðalsteinn er þekktur fyrir fjölbreytni í efnisnotkun og vinnubrögðum. 

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Susan Singer og Ingibjörg Sigurðardóttir.

http://www.listak.is/is/frettir/frettasafn/thridjudagsfyrirlestur-adalsteinn-thorsson


Sigþór Veigar Magnússon sýnir i Listasalnum Braga

17038546_736835436480779_6025478207863226180_o

Sigþór Veigar er við nám við Verkmenntaskólann á Akureyri og er þar á listnámsbraut. Í verkum Sigþórs leitast hann eftir því að blanda saman myndmáli og minnum bæði frá sínum eigin ímyndunarheimi sem og öðru sjónrænu tungumáli úr sjónrænum arfi vítt og breitt á menningarskala annarra þjóða í þeirri viðleitni að mynda sitt eigið sjónræna tungumál í formi teikninga, málverka og skúlptúrs.
Sýningin opnar þann 09-03 2017 klukkan 16:00 og verður opinn út marsmánuð.
Sýningin er staðsett á 4.hæð ungmennahúss Rósenborgar í listasalnum Braga.
Allir velkomnir og frítt inn!

https://www.facebook.com/events/1803666339958086


Bloggfærslur 6. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband