Michael Coppelov opnar sýninguna Little Fictions í Mjólkurbúðinni

16640843_10154228488897231_6888702986901154123_n

Michael Coppelov opnar sýninguna Little Fictions í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri föstudagskvöldið 24.febrúar kl.18-20.

Michael Coppelov hefur dvalist í Nesi Listamiðstöð á Skagaströnd síðan í janúar síðastliðinn. Sýningin hans Little Fictions er fyrsta einkasýning listamannsins á Íslandi og inniheldur málverk sem hann hefur unnið meðan á dvöl hans stendur. Sýningin markar nýtt upphaf í málverkum hans, þar sem hann hefur orðið fyrir áhrifum af dvöl sinni hér á landi. Ólíkt fyrri verkum Michaels, þá bætast við kennileiti frá stöðum eins og Grettislaug, Bifröst og Skagaströnd inn í málverkin, sem hann vinnur út frá ljósmyndum sínum.

Michael Coppelov er breskur myndlistamaður frá norðvestur Englandi. Hann lærði í Ruskin School of Fine art í Oxford University og lauk mastersgráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi. Michael hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga ásamt því að hljóta tveggja ára skólastyrk Leverhulme Trust, verðlaun frá The Egerton-Coghill fyrir landslagsmálverk og The Sir Alan Bullock Price, tvö ár í röð. Hann hefur sýnt á alþjóðavettvangi og vinnur nú á Íslandi í sitt fyrsta sinn.

Sýning Michael Coppelov Little Fictions stendur aðeins þessa einu helgi í Mjólkurbúðinni og er opin sem hér segir:

Föstudag 24.febrúar kl.18-20
Laugardag 25.febrúar kl. 14-17
Sunnudag 26.febrúar kl. 14-17

Allir velkomnir


Bloggfærslur 15. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband