Ingi Bekk, ljósa- og myndbandshönnuður, með Þriðjudagsfyrirlestur

16665792_1378340175521154_3871984728542227101_o

Þriðjudaginn 14. febrúar kl. 17-17.40 heldur Ingi Bekk, ljósa- og myndbandshönnuður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Ljósa- og myndbandshönnun fyrir sviðslistir. Fyrirlesturinn er í tilefni 100 ára afmælis Leikfélags Akureyrar. Aðgangur er ókeypis.

Í fyrirlestrinum mun Ingi kynna starf ljósa- og myndbandshönnuða, fara yfir ferilinn og fjalla um þau verkefni sem hann hefur unnið við í gegnum tíðina.

Ingi Bekk útskrifaðist með BA próf í ljósahönnun frá Royal Central School of Speech and Drama í London árið 2013. Hann hefur unnið um allan heim sem sjálfstætt starfandi ljósa- og myndbandshönnuður fyrir sviðslistir. Meðal verka sem hann hefur unnið við eru The Tempest fyrir Royal Shakespeare Company, The Empire of Lights fyrir Þjóðleikhús Kóreu, Schatten fyrir Schaubühne í Berlín, Reisende auf eineim Bein fyrir Deutches Schauspielhaus í Hamborg og Píla Pína fyrir MAK. Ingi hefur einnig unnið með hljómsveitum og tónlistarmönnum á borð við Blur, Backstreet Boys, Two Door Cinema Club, Bombay Bicycle Club, Sheila E og Maceo Parker. Hann vinnur nú að uppsetningu Núnó og Júnía fyrir MAK.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Katinka Theis og Immo Eyser, Rebekka Kuhnis, Aðalsteinn Þórsson, Susan Singer og Ingibjörg Sigurðardóttir.

listak.is


Bloggfærslur 11. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband