Fjölskylduleiðsögn um sýningu Nínu Tryggvadóttur í Listasafninu

16463054_1366459516709220_5738678480104075331_o

Laugardaginn 4. febrúar kl. 11-12 verður boðið upp á sérstaka fjölskylduleiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk. Munurinn á hlutbundinni og abstrakt list Nínu verður m.a. skoðaður auk þess sem barnabækur hennar verða sérstaklega til umfjöllunar.

Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum Nínu.

Skráning á heida@listak.is.

Aðgangur er ókeypis.

https://www.facebook.com/events/1226719584042661


Kristján Breki Björnsson sýnir í Listasalnum Braga

16299390_718726354958354_2520618276775347389_n

Kristján Breki Björnsson sýnir ný málverk og teikningar sem að hann hefur verið að vinna að i Listasalnum Braga samhliða námi við listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri. Viðfangsefni Kristjáns i málverkinu hefur verið að skoða hin ýmsu minni bæði í íslenskri og erlendri listasögu og nota þau í bland við sitt eigið listræna tungumál til þess að koma boðskap sínum til skila.

Sýningin byrjar kl 16:00 til 18:00 og er i húsnæði Ungmennahússins í Rósenborg (gamla Barnaskólanum) á fjórðu hæð. Frítt inn og allir hjartanlega velkomnir.

https://www.facebook.com/events/760625960755878


Bloggfærslur 1. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband