Auglýst er eftir umsóknum úr Menningarsjóði

dsc04111

Menningarsjóður Akureyrar auglýsir eftir umsóknum um styrki.  Auglýst er eftir umsóknum um samstarfssamninga og verkefnastyrki. Samstarfssamningar skulu stuðla að fjölbreyttu menningarlífi á Akureyri. Hægt er að sækja um samstarf til tveggja eða þriggja ára í senn. Við úthlutun er litið til fjölbreytileika í starfsemi,aldurs þátttakenda, jafnréttis og sýnileika. 
Sótt er um á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/umsoknir

Hinvegar er auglýst eftir umsóknum um verkefnastyrki. Verkefnin skulu auðga menningarlífið í bænum,hafa sérstöðu og fela í sér frumsköpun. 
Vegna 100 ára afmælis Leikfélags Akureyrar verða 500.000 kr. eyrnamerktar verkefnum tengdum afmælinu.
Sótt er um á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/umsoknir

Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar 2017.

Nánari upplýsingar hér.


Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum um starfslaun listamanna

1484726951_vorkoma2016-web

Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum um starfslaun listamanna fyrir tímabilið 1. júní 2017 til 31. maí 2018. Starfslaunum verður úthlutað til eins listamanns og hlýtur viðkomandi 9 mánaða starfslaun.

Markmiðið er að listamaðurinn sem starfslaunin hlýtur geti helgað sig betur listsköpun sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á tímabilinu. Einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina.

Umsækjendur skili inn umsókn með upplýsingum um listferil, menntun og greinargóðum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notaður.

Umsóknum skal skilað í netfangið huldasif@akureyri.is eða í þjónustuanddyri Ráðhússins að Geislagötu 9.

Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar 2017.

Nánari upplýsingar hér.

 


Bloggfærslur 18. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband