Aðalheiður S. Eysteinsdóttir með fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins

large_adalheidur_fyrirlestur_frett

Þriðjudaginn 27. september næstkomandi kl. 17 heldur Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, myndlistarkona, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Brjóstvit. Þar fjallar hún um hversu langt er hægt að komast með áhugamál og ástríðu þegar dugnaður, áræðni og ástundun eru lögð í verkefnið og treyst er eigin ákvörðunum. Aðgangur er ókeypis.

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri 1989-93 og hefur síðan unnið ýmis störf á sviði myndlistar ásamt því að vera athafnasöm myndlistarkona. Aðalheiður starfrækti galleríið Kompan í 8 ár á Akureyri, tók virkan þátt í uppbyggingu Listagilsins og er einn stofnenda Verksmiðjunnar á Hjalteyri. Hún hefur verið í sýningarnefnd Skaftfells á Seyðisfirð, gjaldkeri Gilfélagsins og varaformaður Myndlistarfélagsins auk þess að vera meðlimur í Dieter Roth akademíunni. Árið 2011 keypti Aðalheiður Alþýðuhúsið á Siglufirði þar sem hún hefur komið upp vinnustofu, endurvakið Kompuna og staðið fyrir mánaðarlegum menningarviðburðum.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Thomas Brewer, myndlistarmaður, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, listakona, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, listfræðingur, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, myndlistarkona, Almar Alfreðsson, vöruhönnuður, Pamela Swainson, myndlistarkona, Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður, Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins.

listak.is


Dagur myndlistar / opin vinnustofa / opnun í Kompunni

14445108_1090441994365738_361011376944876685_o

Dagur myndlistar 2016.
Opnun sýningar í Kompunni, opin vinnustofa.

Ár hvert hefur Dagur myndlistar verið haldinn um land allt með opnum vinnustofum listamanna. Í ár er hverjum listamanni gefið frjálst að hafa opið hús eftir því sem hentar hverjum og einum.


Laugardaginn 1. okt. kl. 14.00 - 18.00 verður opin vinnustofa hjá Aðalheiði S. Eysteinsdóttur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Einnig mun Aðalheiður opna sýningu í Kompunni á lágmyndum sem hún hefur verið að vinna undanfarið. Myndröðina kalla Aðalheiður á milli vita, og sameinar hún á ýmsan hátt verk hennar undanfarin 25. ár.

Eigum góðan dag saman.

Léttar veitingar í boði og allir velkomnir.

Fjallabyggð, Menningarráð Eyþings, Egilssíld og Fiskkompaníið styðja menningarstarf í Alþýðuhúsinu.


Þriðjudagsfyrirlestrar í Listsafninu á Akureyri

large_listak_heils_2008_thridjudagsf

Þriðjudagsfyrirlestrarnir hefjast að nýju næstkomandi þriðjudag 27. september kl. 17. Fyrirlestrar eru haldnir yfir vetrartímann á hverjum þriðjudegi kl. 17 í Listsafninu, Ketilhúsi. Fyrsta fyrirlestur vetrarins heldur Aðalheiður S. Eysteinsdóttir undir yfirskriftinni Brjóstvit. Þar mun hún m.a. fjalla um hversu langt er hægt að komast með ástríðu og áhugamál þegar treyst er eigin ákvörðunum og dugnaður, áræðni og ástundun eru lögð í verkefnið.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri, Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins. Aðgangur er ókeypis.

27. september: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, myndlistarkona
4. október: Thomas Brewer, myndlistarmaður
11. október: Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, rithöfundur
18. október: Margrét Elísabet Ólafsdóttir, listfræðingur
25. október: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, myndlistarkona
1. nóvember: Almar Alfreðsson, vöruhönnuður
8. nóvember: Pamela Swainson, myndlistarkona
15. nóvember: Margrét Elísabet Ólafsdóttir, listfræðingur
22. nóvember: Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður 
29. nóvember: Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins

listak.is


Bloggfærslur 26. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband