Listasmiðja fyrir börn og aðstandendur við Alþýðuhúsið á Siglufirði

13680388_1044092892333982_8284940333562498289_o

Listasmiðja fyrir börn og aðstandendur við Alþýðuhúsið á Siglufirði laugardaginn 30. júlí kl. 14.00 - 16.00
EF VEÐUR LEYFIR.
Leiðbeinandi er Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.
Vinsamlegast takið með ykkur hamra og athugið að ekki er ætlast til að börnin komi án tilsjónar.

Að uppgötva
Sagt er að við fæðumst öll með sköpunargáfu og þurfum ekki annað en aðstöðu og smá hvatningu til að virkja hana.
Hugmyndaflug barna er sístarfandi, opið fyrir nýjungum og gagnrýnislaust.
Hjá barni er ekki markmiðið að fullkomna myndverk, heldur sjálf athöfnin að skapa.
Sagt er að fyrir fimm ára aldur séum við búin að uppgötva allt það helsta í tilverunni, hita, kulda, ást, hræðslu, hungur, vellíðan, sköpun, fegurð og svo framvegis.
Hvernig getum við þá viðhaldið þeim eiginleika að uppgötva?

Í uppeldi og skólastarfi uppgötvum við að sjálfsögðu ýmsa hluti daglega, en þeir eru fyrirfram vitaðir af reyndari og lærðari mönnum. Með listsköpun komumst við skrefi nær því marki að uppgötva algerlega á okkar eigin forsendum. Þar eru engar fyrirfram gefnar staðreyndir sem heft geta hugarflug einstaklinga.
Uppgötvun barna tengist ekki endilega raunveruleikanum, heldur alskyns undarlegum hlutum og hugmyndum sem fullorðnir eiga stundum erfitt með að skilja. Hver kannast ekki við það að sjá óskiljanlega mynd sem barn hefur teiknað, en í huga barnsins er teikningin heilt ævintýri.

Fjallabyggð, Menningarráð Eyþings, Húsasmiðjan og Egilssíld styðja við menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

https://www.facebook.com/events/207943839603353


Bloggfærslur 25. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband