Guð minn góður! Samsýning í Mjólkurbúðinni

12662594_10153212288362096_4374418651197217473_n

Nemendur fagurlistadeildar Myndlistaskólans á Akureyri opna sýninguna Guð minn góður! kl. 14:00 laugardaginn 6. febrúar.
Verkin eru afrakstur áfanga undir handleiðslu Stefáns Boulter.
Nemendurnir eru Atli Tómasson, Hallrún, Heiðdís Hólm, Steinunn Steinars, Snorri Þórðarson og Tryggvi Zophonias.

Allir hjartanlega velkomnir og léttar veitingar í boði!

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 7. febrúar frá kl. 14:00-17:00

https://www.facebook.com/events/1017062038331887


Auglýst eftir umsóknum um starfslaun listamanna

vorkoma-2015

Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum um starfslaun listamanna fyrir tímabilið 1. júní 2016 til 31. maí 2017. Starfslaunum verður úthlutað til eins listamanns og hlýtur viðkomandi 9 mánaða starfslaun.

Markmiðið er að listamaðurinn sem starfslaunin hlýtur geti helgað sig betur listsköpun sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á tímabilinu. Einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina.

Umsækjendur skili, ásamt umsókn, upplýsingum um listferil sinn og greinargóðum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notaður.

Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri Ráðhússins að Geislagötu 9.

Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir, verkefnisstjóri viðburða og menningarmála, hjá Akureyrarstofu í netfanginu huldasif@akureyri.is

Samþykkt um starfslaun listamanna.

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2016.


Bloggfærslur 3. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband