NOT - Norðlensk vöruhönnun opnar í Listafninu á Akureyri, Ketilhúsi

large_listasafn_not

Laugardaginn 25. júlí kl. 15:00 verður sýningin NOT – norðlensk vöruhönnun, opnuð í Listasafninu á Akureyri. Um er að ræða samsýningu fimm hönnuða sem búsettir eru á Norðurlandi. Forsaga verkefnisins er sú að á sýningu í Epal á Hönnunarmars 2014 voru 5 af 30 sýnendum frá Akureyri og þótti það eftirtektarvert. Í kjölfarið vaknaði áhugi hjá Listasafninu á Akureyri að sýna norðlenska vöruhönnun í heimabyggð. 

Til sýnis nú eru verkin sem sýnd voru í Epal auk nýrra verka eftir hönnuðina, en þau voru hönnuð sérstaklega fyrir sýninguna í Ketilhúsinu. Í hönnunarferlinu var unnið út frá orðinu hús-gagn með vísun til nytjahluta sem gagnast á heimilum. Að auki setti hópurinn sér það markmið að nýta þekkingu og tækjakost norðlenskra fyrirtækja til framleiðslu á vörunum. Afraksturinn eru alíslenskar vörur, hannaðar og framleiddar að mestu leyti á heimaslóðum. Að sýningunni standa Björg í bú - vöruhönnun, Herdís Björk Þórðardóttir, María Rut Dýrfjörð, Sandra Kristín Jóhannesdóttir og Sveinbjörg Hallgrímsdóttir. 

Fyrirtæki sem koma að gerð frumgerða eru meðal annars Hrísiðn, Valsmíði, Ölur og fleiri. Verkefnið fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands til vinnslu á frumgerðum auk áframhaldandi vöruþróunar og sýningar á Hönnunarmars 2016. Sýningarstjóri er Helga Björg Jónasardóttir. Sýningin er opin þriðjudag til sunnudaga kl. 10-17.

Leiðsögn um sýningarnar í Listasafninu / Ketilhúsinu er alla fimmtudaga kl. 12.15 og er aðgangur er ókeypis.

listak.is

facebook.com/listasafnid.akureyri

twitter.com/AkureyriArt

instagram.com/listak.is


Opnar vinnustofur, gjörningur og upplestur í Fjallabyggð

11174323_911956922209025_4961858612250265_o

Sýningar í júlí 2015 á vegum Listhúss, Fjallabyggð:
 
1) Sumarnótt  Listhúsi
    fimmtudaginn 23. júlí 2015 |  kl. 20-22
    Listhús gallery: Ægisgötu 10, 625 Ólafsfirði
    opnar vinnustofur • gjörningur • upplestur
 
2) Upplestur í Ljóðasetur Íslands, Siglufjörður
    Föstudagurinn 24. júlí | 16:00
    Stephen er rithöfundurinn frá Írland. Hann býr í Listhúsinu í tvo mánuði
 
3)  HLUTIR SEM FLJÚGA Things That Fly
     einkasýninga Henriikka Kontimo
     Laugarginn 25. júlí 2015 |  kl. 13-18
     Henriikka er listamaður frá Finnlandi. Hún mun sýna fuglateikningar sínar

https://www.facebook.com/events/455264561317305


Henriikka Kontimo með einkasýningu á Ólafsfirði

10492239_911976068873777_910770236612738404_n

Solo exhibition by Henriikka Kontimo
24th July, 2015 (Saturday) | 13:00 - 18:00
Under the Ski Slider in Ólafsfjörður

Henriika is an artist from Finland who is interested in "everything". She is going to show you her drawings of birds under the ski slider in Ólafsfjörður.

https://www.facebook.com/events/516126435209259

Listhús, Fjallabyggð


Bloggfærslur 20. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband