Jón Steinar Ragnarson opnar ljósmyndasýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

1913227_10204297788941645_3466299812203279034_o

Sunnudaginn 17. maí kl. 15.00 opnar Jón Steinar Ragnarson ljósmyndasýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Jón Steinar er leikmyndahönnuður og ástríðu ljósmyndari, fæddur á Ísafirði 1959 og hefur verið búsettur á Siglufirði síðan 2007. Hann var leikmyndahönnuður á myndunum Nói Albínói, Englar Alheimsins og Ikingut, sem hann skrifaði líka handrit að. Af sjónvarpsefni þar sem hann kemur við sögu má nefna þættina Fóstbræður. Einnig hefur Jón Steinar starfað að uppbyggingu og ímyndarsköpun Rauðku ehf í tengslum við ferðamál fyrir Róbert Guðfinnsson. 
Myndirnar sem sýndar verða í Kompunni eru teknar s.l. ár á Siglufirði og nágrenni og leitast við að fanga andrúmsloft og fegurð svæðisins á öllum árstíðum. Líkt og Ásmundur Jónsson gerði forðum með pensil og striga að vopni.

https://www.facebook.com/events/754744507979332/


WOOD YOU SEE WOOD YOU LISTEN frestað

10423698_10152935338692862_1655001081958300093_n

Þessari sýningu hefur verið frestað en nánari upplýsingar koma síðar.

Laugardaginn 16. Maí kl 14 opna félagarnir Þorsteinn Gíslason og Kristján Pétur Sigurðsson innsetninguna " Wood you see Wood you listen " í Verksmiðjunni á Hjalteyri. 
Innsetningin sem nú er sýnd öðru sinni ( var áður sett upp í Populus Tremula í nóvemberlok 2014 ) samanstendur af skógardýrinu " Skógar-Hjassa " sem er einskonar sjálfspilandi pípuorgel, vídeói sem tekið var í eyfirskum skógum, reyk og ljósadýrð. 
Verkefnið unnu Þorsteinn og Kristján með tilstilli styrks frá Menningarráði Eyþings.
Sérlegur aðstoðarmaður er Birgir Sigurðsson og ráðgjöf í tæknimálum veitti Hallgrímur Stefánsson.
Sýningin er opin 16. - 17.5. frá 14-17 og 23. - 24.5. frá 14-17.

https://www.facebook.com/events/958290024211490


Bjarney Anna Jóhannesdóttir sýnir í Listasalnum Braga

11039106_635945839840917_7339012752083900943_o

Bjarney Anna Jóhannesdóttir hefur undanfarnar tvær vikur unnið að nýjum verkum hér í Braga. Bjarney vinnur að mestu teikningar og málverk en hefur einnig unnið að tónlist undir nafninu Sockface. 

Laugardaginn 16. maí frá kl 15:00 til 17:00 er opið hús hjá okkur þar sem hægt verður að rabba við Bjarneyju um listina og lífið. 

Endilega kíkið við í kaffi og veitingar!

https://www.facebook.com/events/1588490161431372/

https://www.facebook.com/ListasalurinnBragi


20 ára afmæli Safnasafnsins

11269821_1117972544885371_1211423768181469136_n

Safnasafnið er gimsteinn í íslensku og alþjóðlegu listumhverfi og í ár fagnar Safnasafnið 20 ára afmæli sínu. Í tilefni af afmælinu opna 14 nýjar sýningar, inni og úti, á Alþjóðlega safnadaginn, laugardaginn 16.maí. 

Meðal sýninga eru sérsýningar Gunnhildar Hauksdóttur, Bjarna Þórarinssonar, Eirúnar Sigurðardóttur og Margrétar M. Norðdahl. 
Safnið minnist 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi og sýnir af því tilefni verk Hrefnu Sigurðardóttur.
Safnið kynnir einnig teikningar og málverk eftir Thor Vilhjálmsson sem hefði orðið 90 ára á þessu ári ef honum hefði enst aldur til. 

Þá eru sýndir stórmerkilegir gripir frá Grænlandi, tupilakar og hálsfestar, sem safnið fékk að gjöf 2012-2014 úr dánarbúi Herdísar Vigfúsdóttur kennara og Valtýs Péturssonar listmálara. Gripina fengu þau á ferðum sínum um Grænland á sjöunda áratugnum en þau voru mikið ævintýra fólk. 

Aðrir listamenn eiga verk á samsýningum, þau Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Birgir Húni Haraldsson, Erla Björk Sigmundsdóttir, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Guðný Guðmundsdóttir, Haraldur Níelsson, Hálfdán Ármann Björnsson, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Helgi Valdimarsson, Helgi Þórsson, Ragnar Bjarnason, Steinunn Svavarsdóttir, Sæmundur Valdimarsson, Vilmundur Þorgrímsson og Yngvi Örn Guðmundsson. Leik- og grunnskólabörn í Svalbarðsstrandarhreppi sýna að venju, og í garðinum eru skúlptúrar eftir Önnu Eyjólfsdóttur og Þórdísi Öldu Sigurðardóttur.

Stjórn Safnasafnsins setur svip á sýningarnar með hugmyndafræði, skipulagningu og uppsetningu verka. Hugmynd þeirra er að leggja áherslu á bjartsýni sem ríkir í starfsemi safnsins og beina sjónum manna að margvíslegum tengingum, fínlegum útfærslum, björtum litum og léttu yfirbragði

Safnasafnið er opið daglega frá kl. 10.00–17.00 alla daga til 31. ágúst, en tekið á móti hópum í september eftir samkomulagi á meðan veður leyfir
Safnasafnið gefur gestum sínum veitingar og glæsilega sýningarskrá, og upplifun af skemmtitækjum í móttökunni þegar færi gefst.

https://www.facebook.com/events/630976840370378/631192747015454


Bloggfærslur 13. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband