Útskriftarsýning Myndlistaskólans á Akureyri opnar í Listasafninu á Akureyri

large_elisabet-asgrimsdottir_eg_er_elisabet

Laugardaginn 16. maí kl. 15 verður opnuð útskriftarsýning Myndlistaskólans á Akureyri undir yfirskriftinni Sjónmennt 2015, en þetta er í fyrsta sinn sem sýningin fer fram í Listasafninu á Akureyri. Nemendurnir hafa lokið þriggja ára námi við sérnámsdeildir skólans og að þessu sinni útskrifast fimm nemendur af fagurlistadeild og átta nemendur sem grafískir hönnuðir. Opnunarhelgina 16.-17. maí verða nemendurnir á svæðinu og er mögulegt að eiga við þá samtal um verkin.

Á sýningunni má sjá fjölbreytt verk; leturhönnun, málverk, skúlptúra, innsetningar, ímyndasköpun, hljóðverk, vídeóverk og vöruhönnun. Verkin eru mörg persónuleg og innblástur þeirra er m.a. dreginn frá æskuslóðum við Jökulsá á Dal, gömlu handritunum, áhrifum tónlistar á sköpunarferlið, vangaveltum um erfðir og listrænum möguleika á nýtingu grjóts úr Holuhrauni og Vaðlaheiðargöngunum svo fátt eitt sé nefnt.

Fagurlistadeild - frjáls myndlist: Elísabet Inga Ásgrímsdóttir, James Earl Ero Cisneros Tamidles, Jónína Björg Helgadóttir, Margrét Kristín Karlsdóttir, Sigrún Birna Sigtryggsdóttir.

Listhönnunardeild - grafísk hönnun: Eidís Anna Björnsdóttir, Eva Björg Óskarsdóttir, Harpa Stefánsdóttir, Ívar Freyr Kárason, Linda Þuríður Helgadóttir, Perla Sigurðardóttir, Svala Hrönn Sveinsdóttir, Svanhildur Edda Kristjánsdóttir.

Sýningin stendur til 7. júní og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17, en frá 2. júní kl. 10-17. Aðgangur er ókeypis.

http://www.listak.is

https://www.facebook.com/events/1418631355123922


Úlfur Logason sýnir í Kaktus

11165255_690047101118216_8359370668217833173_n



Að moldu er málverkasýning Úlfs Logasonar nemanda á listnámsbraut VMA. Þar veltir hann fyrir sér andartökunum fyrir dauðann bæði hjá þeim sem standa frammi fyrir honum og eftirlifendum.

Opnun laugardaginn 16. maí 2015, kl. 14.

Sýningin stendur yfir frá kl. 14:00 - 19:00 bæði laugardag og sunnudag.


Bloggfærslur 11. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband