"Mæðgur mæðgin" sýning Eiríks Arnars Magnússonar opnar í Mjólkurbúðinni

11041127_10152658543092231_525192514556358839_n

Mæðgur mæðgin einkasýning Eiríks Arnars Magnússonar opnar í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 7.mars kl. 16.

Mæðgur mæðgin, 3 kynslóðir + ein er umfjöllunarefni Eiríks Arnars á sýningu sinni í Mjólkurbúðinni. Listamaðurinn sýnir olíumálverk og er myndefni þeirra mjög persónulegt þar sem Eiríkur Arnar sýnir portrett af ömmu sinni og móðir ásamt sjálfum sér. Myndefnið er tilkomið vegna sýningar þriggja kynslóða í Listagilinu, ömmunnar, móðurinnar  og sonarins. þess má geta að þessa sömu helgi opnar móðir Eiríks Arnars yfirlitssýningu í Ketilhúsi og yfirstandandi er yfirlitssýning ömmu hans í Listasafninu á Akureyri.


Eiríkur Arnar er barnabarn Elísabetar Geirmundsdóttur (1915) listakonunnar í fjörunni en Listasafnið á Akureyri opnaði sýningu hennar 10. Janúar síðastliðin. Þann 7.mars kl. 15 mun Listasafn Akureyrar, Ketilhús opna yfirlitssýningu á verkum Iðunnar Ágústsdóttur (1939) móður Eiríks Arnars en hann er sýningarstjóri þeirrar sýningar. Sjálfur opnar Eiríkur Arnar að því loknu kl. 16 í Mjólkurbúðinni sem er staðsett í sama húsi og Listasafn Akureyrar.

Eiríkur Arnar Magnússon (1975) er fæddur og uppalinn á Akureyri og útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2007.
Sýningin er fimmta einkasýning Eiríks Arnars og stendur hún til 15. mars.


Eiríkur Arnar Magnússon s.6952227
Mjólkurbúðin Listagili er á facebook s.8957173
Mjólkurbúðin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eru allir velkomnir.


Bloggfærslur 5. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband