Opið er fyrir umsóknir í Sal Myndlistarfélagsins

550877_3331819934665_363560370_n

Opið er fyrir umsóknir fyrir árið 2015 í Sal Myndlistarfélagsins. Salurinn býðst
öllum áhugasömum listamönnum til leigu til sýningahalds. Um er að ræða 150
m2 sal sem er bjartur, rúmgóður og hentar til margskonar sýninga.
Í umsókn þarf að koma fram ferilskrá umsækjanda, myndir af verkum hans,
vefsíða eða facebook síða ef viðkomandi hefur slíkt. Einnig er æskilegt að tekið sé
fram hvernig fyrirhuguð sýning á að vera t.d. málverkasýning, innsetning, textíl,
skúlptúrar o.s.frv.
Verð fyrir hverja viku er 10.000.- kr. fyrir félagsmenn 7000.- kr
Eftirtaldar dagsetningar eru í boði fyrir áhugasama.

1. apríl – 21 apríl
22. apríl – 12. maí
20. maí – 9. júní
17. júní – 7. júlí
8. júlí – 28 júlí
12. ágúst – 25. ágúst
16. sept. – 6. okt.
7. okt. – 20. okt.
11. nóv. – 2. des.

Opið er fyrir umsóknir til 23. mars 2015

Umsóknir sendist á syningastjornak@gmail.com
Fyrir áhugasama er hægt að skoða salinn hér, Salur Myndlistarfélagsins á Facebook https://www.facebook.com/salur.myndlistarfelagsins

Bestu kveðjur

Sýningastjórn

Ásta Bára Pétursdóttir
Ragney Guðbjartsdóttir

Myndlistarfélagið – Kaupvangsstræti 10, 2.hæð – Listagilið – 600 Akureyri


Martyn Last opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

11050714_10203906639963165_1941126202736667164_n

Kompan Alþýðuhúsinu á Siglufirði 5. mars 2015-03-04


Fimmtudaginn 5. mars kl. 17.00 opnar Hollenski listamaðurinn Martyn Last sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Martyn er búsettur í Amsterdam en er viðstaddur sýningaropnunina og tekur á móti fólki.  

Hann sýnir safn lítilla bronsskúlptúra sem bera yfirskriftina  “ ÚTFLÖTT VERÖLD “

Hefðbundið er að setja bronsverk á steinstöpla, en í þessum verkum hefur Martyn tekið  afsteypur af hlutum úr daglega lífinu ( sem síðar voru steyptir í brons ) og flatt þá út undir náttúrulegum steinum.
Hér er á ferð samruni nútíma listmiðla sem hefur orðið fyrir áhrifum af harðneskjulegum krafti steinaldar og notast við tækni bronsaldar.

Annar hluti sýningarinnar er innsetning sem hann kallar “ EINNAR STROKU MÁLVERK “

Þar leikur Martyn sér af að búa til málarapensla úr mörgum litlum penslum og málar þannig með einni stroku málverk.  Verkið veitir áhorfandanum frekar innsýn í skúlptúr heldur en óhlutbundið málverk.

Einnig sýnir Martyn safn bókverka.

Heitt á könnunni og allri velkomnir.

Nánari upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 8565091

Menningarráð Eyþings, Fjallabyggð og Fiskbúð Siglufjarðar styðja við menningarstarfið í Alþýðuhúsinu.


Yfirlitssýning á verkum Iðunnar Ágústsdóttur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

large_idunn_vefur

Laugardaginn 7. mars kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi yfirlitssýning á verkum Iðunnar Ágústsdóttur. Tilefni sýningarinnar er 75 ára afmæli listakonunnar sem er fædd og uppalin á Akureyri.

Iðunn hóf myndlistarferil sinn 1977 en fyrsta einkasýning hennar var haldin 1979 í Gallerí Háhól. Hún var einn meðlima Myndhópsins sem stofnaður var 1979 og var meðal annars formaður hans og gjaldkeri um tíma. Iðunn vann aðallega með olíuliti og pastelkrít í verkum sínum. Hennar helstu viðfangsefni á ferlinum eru landslagið, náttúran, fólk og hið dulræna. Iðunn hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hérlendis og erlendis. Flest verka hennar eru í einkaeigu en einnig í eigu ýmissa fyrirtækja og stofnana hér heima og erlendis. Yfirlitssýningin er sú fyrsta sem haldin er á verkum Iðunnar en á sýningunni verður lögð áhersla á olíu- og krítarverk.

Sýningarstjóri er sonur Iðunnar, Eiríkur Arnar Magnússon myndlistarmaður, en hann opnar sama dag kl. 16 sýningu á eigin verkum í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Sunnudaginn 8. mars lýkur svo yfirlitssýningu á verkum móður Iðunnar, Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni, en sú sýning hefur staðið yfir í Listasafninu frá 10. janúar. Um helgina má því sjá á sýningum í Listagilinu verk þriggja ættliða. Í tilefni af síðustu sýningarhelginni verður boðið til söngveislu í austursal Listasafnsins kl. 14 laugardaginn 7. mars. Nemendur Tónlistarskólans á Akureyri og Kór Akureyrarkirkju munu flytja söngdagskrá með lögum og ljóðum Elísabetar. Aðgangur er ókeypis.

Samtímis opnun Iðunnar í Listasafninu, Ketilhúsi fer fram lokunarteiti sýningar Arnars Ómarssonar, MSSS, í vestursalnum.

Yfirlitssýning Iðunnar Ágústsdóttur stendur til 19. apríl og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.

https://www.facebook.com/events/407449222761207

http://www.listak.is


Listnámsbraut VMA í Listasalnum Braga

10997366_608623755906459_949777787280108602_o

Nemendur á listnámsbraut VMA hafa unnið hörðum höndum síðustu daga að skemmtilegum innsetningum, málverkum, gjörningum og fleira. Hér hefur áherslan verið lögð á hugmyndavinnu, skissur, ókláruð verk og lifandi vinnustofu. Ferlið í fyrsta sæti!

Endilega kíkið við fimmtudaginn 5. mars 2015 frá kl 16:00 - 18:00 og sjáið framtíðar listafólk norðursins að störfum.

https://www.facebook.com/events/1067642716595836

Listasalurinn Bragi, Rósenborg, 3. hæð, Skólastígur 2, 600 Akureyri


KAKTUS opnar í Listagilinu á Akureyri

11025124_10153087095452418_6129114244915444411_n

Í tilefni fyrstu opnunnar KAKTUS, laugardaginn 7. mars,
bjóðum við alla hjartanlega velkomna á listasýningu stofnenda rýmisins
kl. 15:00 - 17:00.

//////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
Síðar um kvöldið verða TÓNLEIKAR
Húsið opnar kl. 20:00.
FRAM KOMA:
> PITENZ (http://pitenz.bandcamp.com/)
> KÆLAN MIKLA (https://soundcloud.com/kaelan-mikla)

/////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

www.kaktusdidsomeart.com
www.facebook.com/kaktusdidsomeart
event: https://www.facebook.com/events/949610095051387

Kaktus er lista og menningarrými sem stendur fyrir fjölbreyttri lista-, menningar- og fræðslustarfssemi. Kaktus er staðsettur í miðju listagilinu þar sem Populus Tremula starfaði áður. Stjórnendur Kaktus eru sex talsins (Anne Balanant, Áki Sebastian Frostason, Brák Jónsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Hekla Björt Helgadóttir og Jónína Björg Helgadóttir) og saman vinna þau að því að göfga akureyskt menningarlíf. Kaktus býður upprennandi lista- og hugsjónafólki að nýta rýmið á margskonar máta og á dagskrá eru listasýningar, tónlistarviðburðir, ljóðakvöld, bíódagsskrá, örnámskeið, hefðbundnir fyrirlestrar og frumlegri viðburðir, svo fáeitt sé nefnt.

Til viðbótar við opinberu dagsskána nota stjórnendur Kaktus rýmið fyrir eigin listavinnustofur og starfa þar við eigin listiðju flesta daga vikunnar en athugið að opnunartímar eru háðir viðveru stjórnenda.

//kaktus is a exhibition / performance venue and artist workspace in listagilid, the art street, in akureyri, iceland. kaktus arranges shows, events and educational events related to arts and culture.


Bloggfærslur 4. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband