Margrét H. Blöndal sýnir í Flóru

12278748_1064893890208372_63415370474717835_n

Laugardaginn 28. nóvember kl. 14:00 á opnar Margrét H. Blöndal sýningu í Flóru á Akureyri.

Margrét nam við MHÍ og Rutgers University, New Jersey þar sem hún lauk meistaraprófi árið 1997. Allar götur síðan hefur hún sýnt víðs vegar um heim, utan lands sem innan, í borgum og sveitum. Basel, Berlín og Siglufirði. Verkið í Flóru er sérstaklega unnið inn í vistkerfi staðarins.

Lýsandi eyja, blaktandi blómabeð af mildu og ólgandi bláu ljósi, sem margfaldast í ölduspeglunum. Og bláa birtan hverfur og í hennar stað tendrast skógur rauðra ljósa, rauðlogandi ... en upp af þessu tortímingarbáli spretta langir, bogadregnir eldstönglar, og þessir stönglar bera blóm af hrapandi stjörnum! Þú ríður heilluðum himinfisknum inn í ægistóra Tímlu vetrarbrautarinnar, þar sem ljósið bylgjast og æðir um óravegu. Þú ferð eftir brautinni löngu sem liggur á enda veraldrar og langt undan standa hlið ... opin. *

*Úr skáldsögunni Móðir sjöstjarna eftir William Heinesen 

Nánari upplýsingar um Margréti og verk hennar má nálgast á heimasíðu hennar: http://www.margrethblondal.net

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru: mán. - fös. kl. 15-18. Auk þess verður opið eftirfarandi: lau. 5.12. kl. 11-15.
lau. 12.12. kl. 11-15.
mán. 14.12. - lau. 19.12. kl. 10-18.
sun. 20.12. kl. 12-18.
mán. 21.12. - mið. 23.12 kl. 10-20.
mán. 28.12. - mið. 30.12 kl. 12-18.
mán. 4.1. - fös. 8.1. kl. 15-18. 
Sýningin stendur til föstudagsins 8. janúar 2016.


Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu.

Margrét H. Blöndal
28. nóvember 2015 - 8. janúar 2016
Opnun laugardaginn 28. nóvember kl. 14
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is

https://www.facebook.com/events/1069773533073194


11 útskriftanemar frá Verkmenntaskólanum á Akureyri sýna í Sal Myndlistarfélagsins

12247037_954597944613209_3446473790320916560_n

Þann 27. nóvember opna 11 útskriftanemar frá Verkmenntaskólanum á Akureyri sýninguna Samasem í Sal Myndlistarfélagsins, Kaupvangsstræti 10. 

Þetta er útskriftarsýning nemenda af bæði myndlistar- og hönnunarsviði þar sem þau sýna verk útfrá þeim aðferðum sem þau hafa lært í undanfarnar annir í skólanum og hafa unnið sjálfstætt síðastliðna önn. Fimm nemendur eru af hönnunarsviðinu og 6 af myndlistarsviði. 

Verkin á sýningunni eru mjög fjölbreytt. Við munum sýna m.a. húsgögn, ljósmyndir, málverk, teikningar, klæðnað, textílverk og innsetningarverk. Þetta er allt unnið undir leiðslu Véronique og Boghildar Ínu.

Sýningin opnar á föstudeginum klukkan 20:00 og verður einnig opin laugardag og sunnudag frá 14:00-17:00. 

Á sýningunni verða verk frá: 
Önnu Dóru Sigurðardóttur
Elínu Maríu Heiðarsdóttur
Filippíu Svövu Gautadóttur
Freydísi Björk Kjartansdóttur
Guðlaugu Jönu Sigurðardóttur
Helga Frey Guðnasyni
Hermanni Kristni Egilssyni
Kötlu Ósk Rakelardóttur
Láru Ingimundardóttur
Sögu Snorradóttur
Teklu Sól Ingibjartsdóttur

https://www.facebook.com/events/436640119879415


Bloggfærslur 25. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband