Beate Stormo með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri

12106742_1009172662437909_868460039754887376_n

Þriðjudaginn 6. október kl. 17 heldur Beate Stormo fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Klæðnaður á miðöldum. Þar fjallar hún um klæðnað miðalda og þátttöku sína á miðaldadögum á Gásum. Aðgangur er ókeypis.

Beate Stormo er bóndi og eldsmiður og hefur haft áhuga á gömlu handverki og fornöld frá blautu barnsbeini. Hún hefur starfað með miðaldahópnum Handraðanum í tengslum við miðaldadagana á Gásum frá upphafi og skoðað sérstaklega miðaldafatnað frá þeim tíma og haldið námskeið i miðaldafatasaum víða á Íslandi.

Fyrirlesturinn er annar í röð fyrirlestra sem haldnir verða á hverjum þriðjudegi í Listasafninu, Ketilhúsi í allan vetur. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Á meðal fyrirlesara vetrarins eru Jón Þór Sigurðsson, Ragnheiður Þórsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir, Þorlákur Axel Jónsson, Haraldur Ingi Haraldsson, Margrét Elísabet Ólafsdóttir og Þórhallur Kristjánsson.

29.9 Dóri DNA og Saga Garðarsdóttir
6.10 Beate Stormo
13.10 Jón Þór Sigurðsson
20.10 Ragnheiður Þórsdóttir
27.10 Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir
3.11 Þorlákur Axel Jónsson
10.11 Þórhildur Örvarsdóttir
17.11 Haraldur Ingi Haraldsson
24.11 Margrét Elísabet Ólafsdóttir
1.12 Þórhallur Kristjánsson

https://www.facebook.com/events/986294861443015

http://www.listak.is/


Ómar Guðjónsson & Tómas R. Einarsson í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

12027586_10205072651272719_2812173830544136020_n

Laugardaginn 10. okt. kl. 21.00 verða Ómar Guðjónsson og Tómas R. Einarsson með tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.


Ómar Guðjónsson & Tómas R. Einarsson

Gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson hafa spilað saman í áratug, ýmist tveir einir eða í fjölmennari hljómsveitum. Innanlands og utan: Flatey, Djúpavík, Moskva, Andorra, Berlín, Havana, Washington DC....  
Nú hafa þeir gert langþráðan draum að veruleika: að taka upp plötu þar sem þeir semja hvor fyrir annan. Þar er músíkölsk samræða æðsta markmiðið, hvort sem um er að ræða sveiflu, latíntónlist eða ballöður.
Upptakan fór fram á Kolsstöðum í Borgarfirði, á sólríkum sumardögum þar sem hvít jöklabreiða bar við augu út um upptökuglugga ásamt hrauni og blómstrandi kjarri.


BRÆÐRALAG   Um land allt!


Ómar Guðjónsson og Tómas R. Einarsson munu kynna plötuna Bræðralag á  tónleikaferð um landið í haust. Tónleikarnir verða nítján talsins, en þeir fyrstu verða í Garðaholti, Garðabæ, sunnudagskvöldið 27. september, kl. 20.30,  og tónleikaferðinni lýkur svo í Iðnó, Reykjavík, fimmtudagskvöldið 15. október kl. 20.30


Fjallabyggð, Uppbyggingarsjóður og Fiskbúð Siglufjarðar styðja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem er vinnustofa og heimili Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur.
Tekið á móti frjálsum framlögum til listamannanna. Upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 865-5091

https://www.facebook.com/events/473632046149928/474983376014795


Bloggfærslur 5. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband