James E's Cistam sýnir í Gallerí Ískáp og Pöddufull Praktík í Útibúinu

10422473_552076771593436_289835520322015267_n

Laugardagur, 10. janúar, 14:00 - 17:00.

James E's Cistam
Brotálfar frá annarri vídd.

Á sýningunni "Brotálfar frá annarri vídd vinnur James með hugmyndir og verk Terence McKenna. McKenna var bandarískur heimspekingur, plöntufræðingur og rithöfundur. Hann vann mikið með ofskynjunaráhrif plöntunar og sá brotálfa (Machine Elves) þegar hann var undir áhrifum. James tekur brotálfana hans McKenna og útfærir þá og mótar að sínu eigin hugarfari og liststíl. James vinnur mikið með liti og form og útfærir viðfangsefni sín með hjálp tónlistar og hreyfingar.

James er nemandi á þriðja ári á Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri. Hann hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum á Akureyri, vann spreyverk í Listagilinu á Akureyri á Akureyrarvöku 2014 og hélt sína fyrstu einkasýningu í Menntaskólanum á Akureyri vorið 2014.

Verk eftir James er að finna á Facebook-síðu hans: Cistam, James E. E.

Gallerí Ískápur er staðsettur í Samlaginu, sem er staðsett á Vinnustofum Listamanna í Portinu, Kaupvangsstræti 12 (Listasafnið), gengið inn að ofan og aftan.

-------------------

Í Útibúinu opnar sýningin "Pöddufull Praktík" eftir Samlagið.

Í Samlaginu eru: Heiðdís Hólm, Ívar Freyr og Jónína Björg.

Útibúið verður staðsett í Listagilinu, leitið og þér munuð finna!

Aðeins þennan eina dag!

Nánari upplýsingar veitir Heiðdís Hólm, í síma 848-2770 eða tölvupósti heiddis.holm hjá gmail.com

https://www.facebook.com/events/702516243197506


SALT VATN SKÆRI (KYNNING)

10917037_681628735279384_8782590318765796550_n

Við viljum bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin laugardaginn 10. janúar að Kaupvangstræti 23, þar sem við opnum dyr íbúðarinnar á þessum fyrsta Gildegi ársins.

Þar munum við kynna ykkur fyrir þeirri starfsemi sem mun eiga sér stað næstu mánuði auk þess að rekja sögu og þróun SALT VATN SKÆRI síðustu fimm ára, í máli og myndum.

Við munum veita svör og bjóða upp á gosvatn úr bónus og örbylgjupopp í massavís. Vonumst til að sjá sem flesta frá 14:00 - 17:00

SALT - VATN - SKÆRI
ER HEITI Á ÓÚTGEFINNI NÓVELLU OG VÍÐÞÆTTU SAMSTARFSVERKEFNI HEKLU BJARTAR HELGADÓTTUR OG FREYJU REYNISDÓTTUR.

VERKEFNIÐ FER FRAM Í ÍBÚÐ Í LISTAGILINU Á AKUREYRI AÐ KAUPVANGSTRÆTI 23 ÞAR SEM LISTAMENNIRNIR MUNU BÚA OG STARFA Í ÞRJÁ MÁNUÐI. ÍBÚÐIN VERÐUR AÐ SÍBREYTILEGU SÝNINGARRÝMI ÞAR SEM VERKEFNIÐ SNÝR FYRST OG FREMST AÐ LISTRÆNNI TÚLKUN Á TEXTABROTUM NÓVELUNNAR SALT - VATN - SKÆRI SEM ÁÆTLUÐ ER TIL ÚTGÁFU SÍÐAR Á ÁRINU 2015.

ÍBÚÐIN MUN ÞVÍ BREYTAST STÖÐUGT TIL AÐ FANGA OG SVIÐSETJA SÖGUHEIM BÓKARINNAR OG BÝÐST ÁHORFENDUM AÐ GANGA INN Í LANDSLAG OG HUGARÁSTAND HENNAR OG UPPLIFA VERKIÐ MEÐAL ANNARS Í FORMI GJÖRNINGA, MYNDBANDSVERKA, HLJÓÐVERKA OG INNSETNINGA.

MIKIÐ VERÐUR LAGT UPP ÚR AÐ SKYNJUN ÁHORFENDA VERÐI MYNDRÆN EN ÞESS AÐ AUKI VERÐA TEXTABROT AÐGENGILEG HVERJU SINNI.

3 MÁNUÐIR - 6 OPNANIR

www.salt-water-scissors.com

https://www.facebook.com/events/1510063612616282


Bloggfærslur 8. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband