Jóna Hlíf Halldórsdóttir með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

large_jona_vefur

Þriðjudaginn 13. janúar kl. 17 heldur Jóna Hlíf Halldórsdóttir, myndlistarmaður og formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Kjarni. Þar mun Jóna Hlíf fjalla um eigin myndlistarferil og verkefni sem hún hefur staðið fyrir. Einnig mun hún fjalla um starf sitt sem formaður SÍM og segja frá helstu hagsmunamálum.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir nam við Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri á árunum 2003 til 2005 og lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007. Árið 2012 útskrifaðist hún með MA í listkennslu frá Listaháskólanum, en hún býr og starfar í Reykjavík.

Jóna Hlíf vinnur í ólíka miðla og hefur unnið fjölbreytt verk, bæði á einkasýningum og í samvinnu við aðra listamenn. Jóna Hlíf starfar sem stundakennari hjá Myndlistaskólanum á Akureyri og Listaháskóla Íslands. Nánari upplýsingar um hana er að finna á heimasíðunni jonahlif.com.

Þetta er fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi á hverjum þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Hildur Friðriksdóttir, Eiríkur Stephenson og Hjörleifur Hjartarson (Hundur í óskilum), Margeir Dire Sigurðsson, Pi Bartholdy, Guðmundur Heiðar Frímannsson, Katrín Erna Gunnarsdóttir, María Rut Dýrfjörð og Jón Páll Eyjólfsson.

Dagskrá vetrarins má sjá hér að neðan:

13. janúar
Jóna Hlíf Halldórsdóttir, myndlistarkona og formaður SÍM

20. janúar
Hildur Friðriksdóttir, meistaranemi HA

27. janúar
María Rut Dýrfjörð, grafískur hönnuður

3. febrúar
Arnar Ómarsson, myndlistarmaður

10. febrúar
Pi Bartholdy, ljósmyndari

17. febrúar
Margeir Dire Sigurðsson, myndlistarmaður

24. febrúar
Guðmundur Heiðar Frímannsson, heimspekiprófessor 

3. mars
nánar tilkynnt síðar

10. mars
Katrín Erna Gunnarsdóttir, myndlistarkona

17. mars
Hjörleifur Hjartarson, tónlistarmaður

24. mars
Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar

 

http://www.listak.is

https://www.facebook.com/listasafnid.akureyri
https://twitter.com/AkureyriArt
http://instagram.com/listak.is

https://www.facebook.com/events/900022206698208

 


Bloggfærslur 11. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband