Opnun í Ketilhúsinu á laugardaginn kl. 15: Skapandi greinar í átt að heilbrigðara efnahagskerfi

Skapandi_greinar

Næstkomandi laugardag, 16. ágúst, kl. 15 opnar í Ketilhúsinu sýning Urta Islandica ehf., Skapandi greinar í átt að heilbrigðara efnahagskerfi, sem samanstendur af myndlist, gjörningum, vöruhönnun, matvælaiðnaði og verslun. Tilgangurinn er að skoða samlegðaráhrif þessara ólíku sviða og þá orku sem losnar úr læðingi þegar skapandi greinar á borð við myndlist komast í tæri við fjármagn sem tengist viðskiptalífinu og öfugt.

Spjótum verður beint að ríkjandi stigveldishugsun innan listgreina og því viðhorfi að listirnar séu í eðli sínu hreinar, frjálsar og óháðar markaðnum. Á sama tíma verður þeirri hugmynd andmælt að listirnar séu byrði á samfélaginu, listamenn afætur og að leggja eigi niður opinbera styrki á þessu sviði. Viðburðurinn er hugsaður sem samræðugrundvöllur og vettvangur fyrir nýja hugmyndafræði þar sem siðfræði, samfélagsábyrgð og sjálfbærni gegna lykilhlutverki.

Sýningarstjóri er Þóra Þórisdóttir myndlistar- og athafnakona.
Sýningin stendur til 21. september og er opin alla daga nema mánudaga kl. 10-17 en kl. 12-17 frá og með 2. september.


FUKL Í VERKSMIÐJUNNI Á HJALTEYRI

fukl2-1024x682
 
FUKL - Í VERKSMIÐJUNNI Á HJALTEYRI

ANGELA RAWLINGS, GESTUR GUÐNASON, KARI ÓSK GRÉTUDÓTTIR, KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR
Verksmiðjan á Hjalteyri / 16.08. – 02.09. 2014 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com

Viðburður og opnun laugardaginn 16 ágúst kl. 16:00 / Sýning stendur  til og með 2 sept.
Opið þri. – sun. kl. 14:00-17:00,  (en á sama tíma stendur yfir sýningin “Kunstschlager á rottunni :2 Litla hafmeyjan kemur í heimsókn” í Verksmiðjunni)
Umsjón: Angela Rawlings
Laugardaginn 16 ágúst kl. 16:00  fer fram dagskrá gjörninga og sýning undir yfirskriftinni  Fukl í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
FUKL 

Kukl. Háls, fugl, rödd, kok. Herping, höft. Cervix. Corvus corax.

Cervix er latneskt orð, notað á ensku til að lýsa aðþrengjandi svæði líkamans. Cervix (legháls) er hluti af æxlunarfærum kvenna, en allir hafa cervix þar sem það er líka annað orð yfir háls. Cervix er þröng rás.

Corvus Corax (Latína) er flokkunarfræðilegt heiti yfir hrafninn.

Fukl, er innsetning og gjörningar eftir myndlistarmenn, rithöfunda og tónlistarfólk.

 

Magic, a neck, a bird. Voice, throat. Constriction, restriction. Cervix. Corvus corax.

Cervix is a Latin word, adapted into English to refer to a constricted part of the body. Women have cervixes as part of their reproductive systems, and all humans have cervixes as it is another word for the neck. Cervix is a narrow passage.

Corvus corax is the taxonomic name (of Latin root) for the raven.

Fukl is an installation and performance by artists, writers, and musicians.

 

FUKL – VERKSMIÐJAN 2014
Dagskráin hefst laugardaginn 16. ágúst 2014, kl. 16:00 í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Koma listamannanna  og viðburðurinn eru styrkt af, Myndlistarsjóði og Menningarráði Eyþings.

Bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCPgames, Bústólpi og Hörgársveit.

 

Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð
http://www.verksmidjan.blogspot.com

Bloggfærslur 12. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband