Sýningin Ekkert er Óbreytt opnar í Sal Myndlistafélagsins

10547491_10152602891347792_6835600058996405422_n

Sýningin Ekkert er Óbreytt opnar nú á laugardaginn, 26.júlí, kl. 15 í Sal Myndlistafélagsins á Akureyri, og stendur til mánudagsins 4.ágúst. Sýningin er í boði Heklu Bjartar Helgadóttur og Karólínu Baldvinsdóttur.

Þema sýningarinnar er umrót og breytileiki, þar sem rými og listsköpun umbreyta hvort öðru.
Eðlileg þróun náttúrunnar er hreyfing og breyting, þar sem ekkert helst eins frá degi til dags. Í sýningunni Ekkert er Óbreytt hafa Hekla og Karólína þessar sífelldu breytingar í fyrirrúmi, þar sem þær hyggjast endurskapa og breyta sýningunni stöðugt. Því má segja að ný sýning verði til á hverjum degi og aldrei eins umhorfs í salnum.


Karólína Baldvinsdóttir útskrifaðist frá Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri s.l. vor og sýnir nú margvísleg verk undanfarinna mánaða og nokkur eldri. Karólína hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum á undanförnum árum og nú síðast var túlkaði hún ljóð Heklu, Árabátur Pípuhattur, í Geimdósinni. Einnig hefur hún ásamt öðrum starfrækt Gallerí Ískáp á vinnustofu þeirra Samlaginu í Gilinu og var ein af skipuleggjendum Rótar 2014, í Gilinu nú í sumar.
Hekla Björt hefur lengi fengist við myndlist og ljóðlist og starfrækir Gallerí Geimdós á vinnustofu sinni í Gilinu. Þar hefur hún boðið fjölda listamanna að sýna við ljóð sem hún sjálf hefur skrifað. Hún hefur tekið þátt í hinum ýmsu samsýningum en einnig staðið að einkasýningum, nú síðast í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Hún hefur einnig starfað sem skapandi hönnuður fyrir Leikfélagið á Akureyri, Listasafnið á Akureyri og setti upp sviðslistaverkið Herba Humana í Samkomuhúsinu á Akureyri, síðastliðið vor.

https://www.facebook.com/events/351121795041096


Tröllaskaga Art Exhibition á Ólafsfirði

2716443_orig

Opnunartími:

25. 07 | kl. 18:00-20:00
26-27. 07 | kl.14:00-17:00
28-29. 07 | kl.16:00-18:00

 
Staðsetning:

Menningarhúsið Tjarnarborg


Dagskrá

 

25. 07 | kl. 19:00

 

Fluttar verða: Bæjarímur eftir Gunnar Ásgrímsson og Hartmann Pálsson (lesnar af ættingjum)

 

William Huberdeau (Bandaríkjunum)

 

26. 07 | kl. 14:30-15:30

Nánari upplýsingar: http://listhus.com/7/post/2014/07/-2014-trollaskaga-art-exhibition.html
Upplýsingar:

Alice Liu 8449538 (listhus@listhus.com) eða Anna María Guðlaugsdóttir (anna@fjallabyggd.is)

Skipulagt af Listhús í Fjallabyggð (www.listhus.com)

Samstarfsaðili: Menningarhúsið Tjarnarborg Í Fjallabyggð


Bloggfærslur 25. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband