Kristín Gunnlaugsdóttir með listamannsspjall í Flóru

10475604_793534927344271_7720067183832147799_n

Kristín Gunnlaugsdóttir
14. júní - 17. ágúst 2014
Sýningarspjall föstudaginn 4. júlí kl. 20-21
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/1419489705006353

Föstudagskvöldið 4. júlí kl. 20-21 verður Kristín Gunnlaugsdóttir í listamannsspjalli í Flóru í Hafnarstræti 90 á Akureyri og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Kristín er fædd á Akureyri og stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri, MHÍ í Reykjavík og Accademia delle Belle Arti í Florence á Ítalíu. Hún er ein af okkar fremstu myndlistarmönnum og einkasýning hennar í Listasafni Íslands á síðasta ári hlaut verðskuldaða athygli. Fyrir þá sýningu fékk Kristín menningarverðlaun DV fyrr á þessu ári.

Á sýningu Kristínar í Flóru gefur að líta málverk og teikningar frá þessu og síðasta ári. Nokkur þeirra verka voru einmitt á einkasýningu Kristínar í Listasafni Íslands en einnig eru verk sem ekki hafa verið sýnd áður.
Nánari upplýsingar um verk Kristínar má finna á http://kristing.is

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru alla daga kl. 10-18 og hún stendur til sunnudagsins 17. ágúst 2014.



Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.


Tryggvi Þórhallsson opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

10464329_10203562541097685_8864946338234467768_n

 

Tryggvi Þórhallsson opnar myndlistasýninguna Undir háum himni í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri, laugardaginn 5.júlí kl. 15.


Tryggvi Þórhallsson sýnir akvarellur þar sem leitast er við að fanga hin ólíku birtubrigði íslenskrar náttúru. Efnistökin fela í sér sígilda leit að einingu milli teikningar og málverks - línu og flatar - himins og jarðar.

Viðfangsefnið er því klassískt en Tryggvi heldur því engu að síður fram að fátt sé jafnbundið menningunni og það hvernig fólk á hverjum tíma upplifir umhverfi í mynd – enda eigi landslagið sér tvöfalda tilveru: Annars vegar í hinum svokallaða raunheimi og hins vegar í huga þess sem dvelur eða ferðast í landinu.

Tryggvi (f. 1962) stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1984 – 1988 og brautskráðist frá grafíkdeild. Á meðan á námi stóð og á árunum eftir útskrift tók hann þátt í nokkrum samsýningum myndlistarmanna. Hann hefur árlega haldið einkasýningar frá 2012 og auk vatnslita vinnur hann með teikningu, ætingu og þurrnál.

Tryggvi er félagi Íslenskri grafík.
Opnun sýningarinnar 5. júlí kl. 15:00. Allir velkomnir. Opið daglega 6. – 13. júlí frá 10:00 til 18:00.


Bloggfærslur 2. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband