Sýningu Rakelar Sölvadóttur #1 í Deiglunni að ljúka

10354875_837550306266813_8277795955041796479_n

Síðustu dagar sýningar Rakelar Sölvadóttur #1 eru framundan en sýningin hefur staðið í Deiglunni síðan í september og lýkur næstkomandi sunnudag. Á sýningunni skoðar Rakel listrænt og samfélagslegt hlutverk fatahönnunar og snertir á yfirséðum flötum tísku og fatnaðar. 

Rakel Sölvadóttir útskrifaðist með BA gráðu frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013. Auk þess að starfa sem fatahönnuður hefur hún hannað sviðsmyndir fyrir tískusýningar og unnið að ýmiskonar innsetningum og samvinnulistaverkefnum. Rakel vinnur á skúlptúrískan hátt og með líkamann sem útgangspunkt notar hún form til að ýkja, brjóta upp eða afbyggja silhúettuna.

Sýningin stendur til 9. nóvember og er opin þriðjudaga – sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.

http://listasafn.akureyri.is


Bloggfærslur 7. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband