Joris Rademaker sýnir í Sal Myndlistarfélagsins

IMG_3561

Joris Rademaker opnar sýningu í Sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri á laugardaginn, 8. nóvember. Til sýnis eru aðallega ný þrívíð verk þar sem Joris notast við lífræn efni og hluti sem finna má úti í náttúrunni, til dæmis fjaðrir, rekavið og margskonar járnbúta. Verkin hans fjalla um samtal mannsins og umhverfisins, oft með tilvistarlegum spurningum.

Hann hefur mikið notað lífræn efni, kartöflur, spaghettí og hnetur í verkum sínum og einnig tré, rekavið, trjágreinar og hluti sem unnir eru úr tré, tannstöngla, sleifar o.fl.
Joris  flutti til Akureyrar frá Hollandi árið 1991 og var bæjarlistamaður Akureyrar 2006. Hann hefur haldið fjölda sýninga hér á landi og sýndi síðast í sal SÍM (Sambandi íslenskra myndlistarmanna) í Reykjavík í ágúst s.l. Árið 2010 hélt hann stóra yfirlitssýningu á verkum sínum í Listasafninu á Akureyri og var þá gefin út vegleg bók um verk hans. Einnig gerði Örlygur Hnefill myndbandið Dansandi kartöflur sem hægt er að sjá á YouTube um vinnuferli Jorisar við kartöflumálverkin. Heimasíðan hans er joris.blog.is

Sýningin stendur til og með sunnudagsins 23. nóvember og er opin föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-17 eða eftir samkomulagi við listamanninn.


Sólarbögglar / Solargraphy Ljósmyndasýning í Deiglunni

1263072_680024878771677_3788838321482370827_o

Sólarbögglar / Solargraphy  Ljósmyndasýning

Í Deiglunni Kaupvangsstræti 23, Akureyri
Sýningardagar og opnunartími:

15. nóvember til 7.desember 2014

Opið 12:00 til 17:00 (Lokað mánudaga)

Opnunar móttaka 15. nóv. Kl 15:00
 
Nú á tímum stafrænnar tækni er hægt að fanga það sem maður sér með einum smelli.  Gang sólar er hins vegar ekki hægt að mynda á venjulegan máta með nútíma myndavélum.  Allar myndir á sýningunni eru teknar með frumstæðri ljósmyndatækni sem kallast  „pinhole camera“

Daglegur sólargangur merkir (skrifar á) ljósmyndapappír þar sem «pinhole» gatið á boxinu er mjög lítið og pappírinn lítið ljósnæmur,  getur lýsingartíminn verið nokkrir mánuðir upp í heilt ár.   Allar myndir á sýningunni eru með lýsingartíma allt að 2 mánuðum.

Solar Parc el er einnig menningar samskipta prógramm milli Hong Kong og Íslands.  Í febrúar 2014 komu 2 listamenn frá Hong Kong þau Stanley Ng og Ceci Liu til Íslands með yfir 50 stk af „pinhole“ myndavélum sem gerðar höfðu verið af nemendum  í Hong Kong.   Þau héldu einnig námskeið í gerð „pinhole“ myndavéla þar sem tóku þátt 59 manns.  Samtals yfir 100 „pinhole“ myndavélar voru útbúnar og sendar til Hong Kong í lok febrúar s.l.

Á sýningunni núna verða 30 íslenskar myndir teknar með „pinhole“ myndavélum og verða myndavélarnar til sýnis jafnframt.

Listhús ses er sjálfseignarstofnun í Fjallabyggð.  Fyrir utan að gestavinnustofuna
(artist residency program), nýlega, skólamálum og skiptinám skipulagt eru kynnt í samvinnu við listamenn.  “Solar Parcel” er skiptinám skipulagt af Listhúsið Í samvinnu við Sjónlistamiðstöðina og Fotologue Culture í Hong Kong.  Það er með stuðningi af Menningarið Eyþings.

Upplýsingar: Alice Liu 8449538 | listhus@listhus.com | www.listhus.com
 
Skipulag sýningar:  Listhús ses

Í samvinnu við Sjónlistamiðstöðina og Fotologue Culture í Hong Kong

Með stuðning frá Menningarráð Eyþings

Þátttakandi menntastofnun: Verkmenntaskólinn (Akureyri) og  Menntaskólinn á Tröllaskaga (Ólafsfjörður)
 
https://www.facebook.com/events/527431804026141/


Aðalheiður S. Eysteinsdóttir með opna vinnustofu í Alþýðuhúsinu

11577_10203176920560636_1479982080016865811_n

Laugardaginn 8. nóv. kl. 14.00 - 17.00 verður Aðalheiður S. Eysteinsdóttir með opna vinnustofu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Nú eru að verða þrjú ár frá því Aðalheiður keypti húsið og gerði upp sem vinnustofu og heimili með menningarlegu ívafi. Fyrir utan vinnu Aðalheiðar að eigin verkum fer starfssemin sívaxandi. Skipulagðar sýningar eru allt árið í Kompunni galleríi í miðju hússins. Fjölþjóðleg árleg smiðja skapandi fólks " Reitir " hefur fest sig í sessi, og nú bætist við " Hústaka " sem er listahátíð ungs fólks og fer fram 15. nóv. Aðrir menningarviðburðir sem settir hafa verið upp eru t.d. Sirkussýning, ljóðakvöld, fyrirlestrar, tónleikar, nútímadans og gjörningahátíð.

Fólki gefst kostur á að spjalla við Aðalheiði um verkin hennar, njóta kaffiveitinga, skoða sýningu Guðrúnar Pálínu í Kompunni sem nú fer að ljúka og hugsanlega kaupa sér smáskúlptúra til jólagjafa.
Verið velkomin að eiga notalega stund í Alþýðuhúsinu.


Bloggfærslur 5. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband