Rósa Kristín Júlíusdóttir flytur Þriðjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu

Rosa_Kalli

Þriðjudaginn 18. nóvember kl. 17 heldur myndlistarkonan- og kennarinn Rósa Kristín Júlíusdóttir fyrirlestur í Ketilhúsinu undir yfirskriftinni Himintjöld og dansandi línur: Samvinna í listum og innsetning sem listræn menntunarrannsókn. Þar ætlar Rósa að tala um rannsókn sem hún gerði í samnorrænu og baltnesku verkefni og fjallar um listræna samvinnu hennar og Karls Guðmundssonar, mál- og hreyfihamlaðs listamanns, og annað tengt samtímalistum og menningu fatlaðra.

Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem er sá áttundi í röð fyrirlestra sem haldnir eru í Ketilhúsinu á hverjum þriðjudegi kl. 17 undir yfirskriftinni Þriðjudagsfyrirlestrar.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Stefán Boulter, Giorgio Baruchello og Kazuko Kizawa.

Hér eru allir fyrirlestrarnir í tímaröð:
30. sept. Angela Rawlings, skáld
7.okt. Arna Valsdóttir, myndlistarkona 
14. okt. Hlynur Helgason, listfræðingur
21. okt. Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, sýningarstjóri 
28. okt. Jón Gunnar Þórðarson, leikstóri 
4. nóv. Aðalsteinn Þórsson, myndlistarmaður 
11. nóv. Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður 
18. nóv. Rósa Júlíusdóttir, myndlistarkona og dósent við HA 
25. nóv. Stefán Boulter, myndlistarmaður  
2. des. Giorgio Baruchello, heimspekiprófessor
9. des. Kazuko Kizawa, myndlistakona

http://listasafn.akureyri.is

https://www.facebook.com/events/1612473045646551


Bloggfærslur 16. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband