Færsluflokkur: Spil og leikir

Tilraunastofa Kristjáns Ingimarssonar í Ketilhúsinu kl. 20.30 laugardagskvöld

frelseren11_smallÞriðji viðburðinn í tengslum við SKÖPUN - tilraunastofu leikarans Kristjáns Ingimarssonar sem kemur áhofendum skemmtilega á óvart. Hvað er það sem gerir það að verkum að eitthvað nýtt verður til? Eitthvað sem enginn veit hvað er en allir eru sammála um að þetta eitthvað er einstaklega hrífandi, skemmtilegt, óhugnanlegt eða upplífgandi, með athygli sinni og undrun gefa því líf. Í tilefni af byrjun á vinnslu nýrrar sólóleiksýningar sem ber vinnuheitið SKÖPUN er dyrunum hrundið upp til viðburðar sem vonandi kollvarpar öllum hugmyndum um heilbrigða skynsemi. Kristján nýtur aðstoðar myndlistamannsins Þórarins Blöndal við uppsetninguna í Ketilhúsinu. Vinsamlegast takið með ykkur myndavél með flassi!

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.


Joris Rademaker: listamannsspjall í Kunstraum Wohnraum á sunnudag

img_0099

JORIS RADEMAKER 

MANNLEG TILVIST 

06.01. - 09.03.2008 

Listamannaspjall sunnudaginn 9. mars 2008, klukkan 11:00
      

 

KUNSTRAUM WOHNRAUM             

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri • +354 4623744

hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de

 

Sunnudaginn 9. mars 2008 klukkan 11:00 ræðir Joris Rademaker um verk sín á sýningunni “Mannleg tilvist” í Kunstraum Wohnraum í Ásabyggð 2 á Akureyri. Joris er Hollendingur en hefur fengist við myndlist síðan 1983. Hann var útnefndur bæjarlistamaður Akureyrar árið 2006.

Joris Rademaker vinnur með blandaða tækni og oft með mismunandi þema í lengri tíma í senn. “Mannleg tilvist” er einskonar yfirlitssýning inni á heimili þar sem verkin samræmast alvöru og leik heimilisfólksins. Þau eru unnin út frá pússluspilskubbi, og í mismunandi tækni, vatnsliti, veggfóður, sprey, þrykk, málverk, ljósrit, klippimyndir og sem objekt eða hluti.

Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sunnudagurinn 9. mars 2008 er lokadagur sýningar Jorisar Rademakers en þann 16. mars opnar Ragnar Kjartansson nýja sýningu í Kunstraum Wohnraum.

Nánar hér 


Tilraunastofa Kristjáns Ingimarssonar og Gilfélagið kynna:

frelseren11_small Hvað er það sem gerir það að verkum að eitthvað nýtt verður til? Eitthvað sem enginn veit hvað er en allir eru sammála um að þetta eitthvað er einstaklega hrífandi, skemmtilegt, óhugnanlegt eða upplífgandi, með athygli sinni og undrun gefa því líf. Í tilefni af byrjun á vinnslu nýrrar sólóleiksýningar sem ber vinnuheitið SKÖPUN er dyrunum hrundið upp til viðburðar sem vonandi kollvarpar öllum hugmyndum um heilbrigða skynsemi.

Allir velkomnir-Aðgangur ókeypis í Deiglunni á Akureyri föstudagskvöldið 22. febrúar klukkan 20:30
Vinsamlegast takið með ykkur myndavél með flassi!
Þetta er annar viðburðurinn af þremur sem Gilfélagið og Kristján Ingimarsson standa fyrir í tengslum við SKÖPUN - ALLIR VELKOMNIR

Kristján Ingimarsson leikari nýtur aðstoðar Jónu Hlífar Halldórsdóttur og Brynhildar Kristinsdóttur.
Kristján Ingimarsson s.8643131
neander@neander.dk
http://www.neander.dk

Joris Rademaker sýnir í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.

JORIS RADEMAKER

MANNLEG TILVIST

06.01. - 02.03.2008


Opið samkvæmt samkomulagi    

KUNSTRAUM WOHNRAUM           
Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir   
Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744
hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de


Sunnudaginn 6. janúar 2008 opnaði Joris Rademaker sýninguna Mannleg tilvist í Kunstraum Wohnraum á Akureyri. Joris er Hollendingur en hefur fengist við myndlist síðan 1983. Hann var útnefndur bæjarlistamaður Akureyrar árið 2006.
Joris vinnur með blandaða tækni og oft með mismunandi þema í lengri tíma í senn. Þetta er einhverskonar yfirlitssýning inni á heimili þar sem verkin samræmast alvöru og leik heimilisfólksins. Þau eru unnin út frá pússluspilskubbi, og í mismunandi tækni, vatnsliti, veggfóður, sprey, þrykk, málverk, ljósrit, klippimynd og sem objekt eða hlutir.

Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Jorisar Rademakers stendur til 2. mars 2008 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 4623744. Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna hér.

Joris Rademaker
1977-1983 Myndmenntakennaranám í Tilburg í Hollandi
1983-1986 AKI: Myndlistaskólinn í Enschede í Hollandi
2006 Bæjarlistamaður Akureyrar

Sýningar
1987 Gallery Hooghuis, Arnhem, Holland
1988 Markt 17, Enschede, Noordkunst, Holland
1995 Listasafnið á Akureyri
1995 Slunkaríki, Ísafjörður
1997 Nýlistasafnið í Reykjavík
1997 Deiglan Akureyri, Listasumar 95 á Akureyri
1998 Gallerí+, Akureyri
2002 Slunkaríki, Ísafjörður
2002 Gallerí Skuggi, Reykjavík
2004 Safnasafnið, Svalbarðsströnd
2005 Bókasafn Háskólans á Akureyri
2005 Gallarí gangur, Reykjavík
2005 Gallerí+, Akureyri
2006 Populus Tremula, Akureyri
2006 Karólína Restaurant


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband